Real Madríd og Barcelona lið ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 20:49 Toni Kroos endaði feril sinn með Real Madríd með því að lyfta Meistaradeildarbikarnum. Justin Setterfield/Getty Images Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti. Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira