Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. október 2024 13:15 Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra. Afstaða telur að vistun barna á lögreglustöð gangi gegn 37. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Einnig 1. mgr. 3. gr. samningsins sem felur í sér sérstakan rétt barna til verndar og þá grundvallarreglu að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera, dómstólar eða löggjafinn gera ráðstafanir sem varðar börn. Á grundvelli þess hefur Afstaða ákveðið að beina kvörtun um fyrirætlan barnamálaráðherra til OPCAT-eftirlits umboðsmanns Alþingis. Neyðarvistun barna á lögreglustöðvum gengur gegn grundvallar mannréttindum barna. Rannsóknir hafa sýnt að vistun barna í lögregluumhverfi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna og félagslega velferð þeirra. Börn eiga rétt á öruggu og stuðningsfullu umhverfi, ekki að vera undir áhrifum þess að vera í fangelsi eða öllu heldur “æfingabúðum” fyrir fangavist. Að vista börn á lögreglustöðvum er ekki lausn. Þvert á móti, það getur dýpkað vandamálin sem þau þegar glíma við. Við þurfum að þróa úrræði sem stuðla að velferð barna, en ekki setja þau í óöryggi og mannskemmandi aðstæður. Afstaða kallar eftir því að barnamálaráðherra endurskoði þessa aðgerð og leiti að valkostum sem hafa í för með sér betri lausnir fyrir börn, eins og að fjárfesta í samfélagslegum úrræðum sem veita stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli og öruggt umhverfi. Við hvetjum alla aðila til að koma saman í þessari mikilvægu umræðu um velferð barna í okkar samfélagi og sameinast gegn þessum áformum og finna betri lausn. Lausnin þarf samt að koma strax. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Börn og uppeldi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra. Afstaða telur að vistun barna á lögreglustöð gangi gegn 37. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Einnig 1. mgr. 3. gr. samningsins sem felur í sér sérstakan rétt barna til verndar og þá grundvallarreglu að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera, dómstólar eða löggjafinn gera ráðstafanir sem varðar börn. Á grundvelli þess hefur Afstaða ákveðið að beina kvörtun um fyrirætlan barnamálaráðherra til OPCAT-eftirlits umboðsmanns Alþingis. Neyðarvistun barna á lögreglustöðvum gengur gegn grundvallar mannréttindum barna. Rannsóknir hafa sýnt að vistun barna í lögregluumhverfi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna og félagslega velferð þeirra. Börn eiga rétt á öruggu og stuðningsfullu umhverfi, ekki að vera undir áhrifum þess að vera í fangelsi eða öllu heldur “æfingabúðum” fyrir fangavist. Að vista börn á lögreglustöðvum er ekki lausn. Þvert á móti, það getur dýpkað vandamálin sem þau þegar glíma við. Við þurfum að þróa úrræði sem stuðla að velferð barna, en ekki setja þau í óöryggi og mannskemmandi aðstæður. Afstaða kallar eftir því að barnamálaráðherra endurskoði þessa aðgerð og leiti að valkostum sem hafa í för með sér betri lausnir fyrir börn, eins og að fjárfesta í samfélagslegum úrræðum sem veita stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli og öruggt umhverfi. Við hvetjum alla aðila til að koma saman í þessari mikilvægu umræðu um velferð barna í okkar samfélagi og sameinast gegn þessum áformum og finna betri lausn. Lausnin þarf samt að koma strax. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar