Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2024 11:43 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að bæði sé verið að rannsaka mögulegan uppruna smitanna í matvælum og verkferla á leikskólanum. Vísir/Egill Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. Þeim hefur þannig fækkað verulega frá því í upphafi vikunnar sem eru undir eftirliti en þá voru um 40 börn undir eftirliti. Þeim hefur sömuleiðis fækkað um einn sem eru inniliggjandi frá því í fyrradag en fjölgað sem eru á gjörgæslu. Á mánudag voru þrjú á gjörgæslu en nú eru þau fimm. Guðrún segir eitt nýtt tilfelli veikinda hafa bæst við i gær. Það taki smá tíma fyrir alvarleg veikindi að koma upp en það sé vel fylgst með þeim börnum á spítalanum. Hún segir starfsmenn ekki hafa sent inn sýni vegna veikinda en það sé viðbúið að það hafi verið einhver afleidd veikindi inni á leikskólanum því starfsfólk vinni svo náið með börnunum. Allir sem hafi veikst hafi einhver tengsl við leikskólann. Afleidd smit eðlileg „Það getur það sama gerst á heimilum. Krakkarnir eru með niðurgang og þau eru lítil þannig það þarf að hjálpa þeim. Þannig smitast þetta. Þetta fer líka í þarmana okkar og fer út með saur. Ef lítill krakki fer á klósettið getur þetta borist í einhvern sem er að hjálpa. Eða ef krakkinn er nokkuð sjálfstæður og þvær sér ekki nægilega vel um hendurnar.“ „Það er verið að skoða ýmis matvæli,“ segir Guðrún og að bæði sé verið að skoða hakk og grænmeti sem hafi verið í boði á leikskólanum. Bæði sé verið að skoða matvælin sem voru í boði auk þess sem verkferillinn á leikskólanum sé til skoðunar hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Þetta er þarmabaktería sem er í dýrum, aðallega jórturdýrum, og getur því verið í nauta- og lambakjöti,“ segir Guðrún og að frá þeim geti bakterían borist á kjöt við slátrun eða framleiðslu. „Það getur sama gerst í landbúnaði þegar það er verið að rækta grænmeti. Erlendis hefur þetta líka verið tengt við eplaræktun og framleiðslu á síder. Þá eru þessi bú kannski með fjölbreytta starfsemi og þetta er mengun sem kemur frá dýrunum. Þess vegna er þetta líka stundum í vatninu.“ Úr hakki eða grænmeti Hún segir að ef þetta sé á kjötinu þá drepist bakterían við steikingu en ef fólk er að elda hakk þá sé búið að blanda því einhvern veginn saman og ef það er eldað illa þá geti bakterían verið inni í hakkinu. „Hún er ekki inni í steikinni, heldur á henni, en getur verið inni í hakkinu,“ segir Guðrún Hvað varðar grænmetið þá geti bakterían verið utan á grænmetinu. Það sé hægt að skola það en fólk auðvitað sé ekki að sótthreinsa grænmeti eða þrífa það með sápu. „Þetta hefur alveg verið í salati og spírum. Þess vegna segir maður fólki að skera ekki hrátt kjöt og grænmeti á sama skurðbretti eða með sama hníf. Ef það væri á grænmeti þá værir þú að blanda því saman.“ Guðrún segir að sóttvarnalæknir og matvælastofnun muni síðar í dag senda frá sér tilkynningu um stöðu mála. Tilkynningin verður birt á vefnum. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Landbúnaður Tengdar fréttir Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55 Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46 Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Þeim hefur þannig fækkað verulega frá því í upphafi vikunnar sem eru undir eftirliti en þá voru um 40 börn undir eftirliti. Þeim hefur sömuleiðis fækkað um einn sem eru inniliggjandi frá því í fyrradag en fjölgað sem eru á gjörgæslu. Á mánudag voru þrjú á gjörgæslu en nú eru þau fimm. Guðrún segir eitt nýtt tilfelli veikinda hafa bæst við i gær. Það taki smá tíma fyrir alvarleg veikindi að koma upp en það sé vel fylgst með þeim börnum á spítalanum. Hún segir starfsmenn ekki hafa sent inn sýni vegna veikinda en það sé viðbúið að það hafi verið einhver afleidd veikindi inni á leikskólanum því starfsfólk vinni svo náið með börnunum. Allir sem hafi veikst hafi einhver tengsl við leikskólann. Afleidd smit eðlileg „Það getur það sama gerst á heimilum. Krakkarnir eru með niðurgang og þau eru lítil þannig það þarf að hjálpa þeim. Þannig smitast þetta. Þetta fer líka í þarmana okkar og fer út með saur. Ef lítill krakki fer á klósettið getur þetta borist í einhvern sem er að hjálpa. Eða ef krakkinn er nokkuð sjálfstæður og þvær sér ekki nægilega vel um hendurnar.“ „Það er verið að skoða ýmis matvæli,“ segir Guðrún og að bæði sé verið að skoða hakk og grænmeti sem hafi verið í boði á leikskólanum. Bæði sé verið að skoða matvælin sem voru í boði auk þess sem verkferillinn á leikskólanum sé til skoðunar hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Þetta er þarmabaktería sem er í dýrum, aðallega jórturdýrum, og getur því verið í nauta- og lambakjöti,“ segir Guðrún og að frá þeim geti bakterían borist á kjöt við slátrun eða framleiðslu. „Það getur sama gerst í landbúnaði þegar það er verið að rækta grænmeti. Erlendis hefur þetta líka verið tengt við eplaræktun og framleiðslu á síder. Þá eru þessi bú kannski með fjölbreytta starfsemi og þetta er mengun sem kemur frá dýrunum. Þess vegna er þetta líka stundum í vatninu.“ Úr hakki eða grænmeti Hún segir að ef þetta sé á kjötinu þá drepist bakterían við steikingu en ef fólk er að elda hakk þá sé búið að blanda því einhvern veginn saman og ef það er eldað illa þá geti bakterían verið inni í hakkinu. „Hún er ekki inni í steikinni, heldur á henni, en getur verið inni í hakkinu,“ segir Guðrún Hvað varðar grænmetið þá geti bakterían verið utan á grænmetinu. Það sé hægt að skola það en fólk auðvitað sé ekki að sótthreinsa grænmeti eða þrífa það með sápu. „Þetta hefur alveg verið í salati og spírum. Þess vegna segir maður fólki að skera ekki hrátt kjöt og grænmeti á sama skurðbretti eða með sama hníf. Ef það væri á grænmeti þá værir þú að blanda því saman.“ Guðrún segir að sóttvarnalæknir og matvælastofnun muni síðar í dag senda frá sér tilkynningu um stöðu mála. Tilkynningin verður birt á vefnum.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Landbúnaður Tengdar fréttir Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55 Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46 Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55
Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46
Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11