Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 12:13 Fáir eru jafnvinsælir og áberandi um þessar mundir og Costco-gæjarnir og Rizzlerinn. Ómögulegt er að segja hvað veldur því. X Samfélagsmiðlar þróast ógnarhratt í okkar stafræna heimi. Stöðugt verða til nýjar „stjörnur“ á sama tíma og þær gömlu falla í gleymskunnar dá. Þessa dagana eru fáir jafnvinsælir á TikTok og Rizzlerinn litli og Costco-feðgarnir. En hvaða menn eru þetta eiginlega? Fólk sem er ekki sítengt netinu hefur sennilega aldrei heyrt um fyrrnefnda menn. Hingað til hafa þeir haldið sig meira og minna á TikTok en á fimmtudaginn birtust þeir hins vegar á sjónvarpsskjám Bandaríkjamanna þegar þeir voru gestir Jimmy Fallon í The Tonight Show. Viðtalið vakti athygli, ekki síst vegna þess hve vandræðalegt það var og hvað Fallon sjálfur virtist hafa lítinn áhuga á þremenningunum. En við komum aftur að því síðar, fyrst verður gerð tilraun til að komast að því hverjir þessir menn eru og hvað gerir þá vinsæla. Sjarmatröll í þriðja bekk Rizzlerinn (e. The Rizzler) er strákur frá New Jersey sem heitir Christian og er í þriðja bekk. Hann vakti fyrst athygli í fyrra vegna persónutöfra sinna og sjarma. Síðan þá hefur hann, með hjálp foreldra sinna, skapað sér nafn á TikTok með ýmiss konar frösum og geiflum. Þekktastur er hann fyrir einkennissvip sinn, svokallaðan rizz-svip (e. rizz-face). Orðið „rizz“ getur verið bæði nafnorð sem lýsir útgeislun eða sögn sem lýsir viðreynslu og er dregið af orðinu „charisma“. Það er spurning hvaða pósa er áhrifamest, Rizz-svipur Rizzlersins, blátt stál Zoolanders eða illskuglott Dr. Evil.Getty/X Svipurinn má segja að sé bland af Bláu stáli fyrirsætunnar Zoolanders úr samnefndri mynd og illskuglotti Dr. Evil í Austin Powers-myndunum. Rizz-svipur Rizzlersins felst í því að hann lyftir annarri augabrúninni, ýtir hinni niður, setur tunguna upp í góm (sem kallast víst að mew-a) og sýgur inn kinnarnar. Yfirleitt strýkur hann sér líka um hökuna eins og spekingur. Þetta gerir hann aftur og aftur í myndböndum og á myndum og enn sem komið er virðist fólkið ekki fá nóg af honum. Rizzler world domination is in full effect. pic.twitter.com/mt4paTiPCC— IcyVert (@IcyVert) November 2, 2024 Costco-feðgar sem segja „BOOM!“ Costco-gæjarnir eru feðgarnir Eric Befumo, ellefu ára strákur sem kallar sig Réttlætið mikla (e. Big Justice) og Andrew „A.J.“ Befumo, fyrrverandi áhugamannaglímukappi sem gekk þá undir sviðsnafninu „the American Powerchild Eric Justice“. Feðgarnir Eric og A.J. eru alltaf að borða Costco-mat. Eins og nafnið gefur til kynna tengist samfélagsmiðlaefni þeirra Costco að miklu leyti. Þeir sérhæfa sig fyrst og fremst í matarrýni á vörum sem eru seldar í versluninni. Rýnin einkennist af leikrænum lýsingum og upphrópunum og fær maturinn einkunn á „BOOM“-skala. Maturinn fær ýmist eitt eða fleiri BOOM, eitt stórt BOOM ef hann er sérlega eða jafnvel DOOM ef hann veldur vonbrigðum. Þar að auki sýna feðgarnir frá verslunarleiðöngrum sínum í Costco og hafa gefið út lagið „We Bring the BOOM!“. Myndböndin eru ekki sérlega löng eða flókin í uppsetningu. Því vakti töluverða athygli þegar það kom í ljós hvað A.J. er kröfuharður leikstjóri bakvið tjöldin. Það má sjá í myndbandinu hér að neðan. Virtist fyrirlíta þremenningana Undirritaður hélt lengi vel að Costco-gæjarnir og Rizzlerin væru skyldir, þ.e. að strákarnir tveir væru bræður, en svo er ekki. Þeir eru bara vinir. Réttlætið mikla lýsti því í viðtalinu hjá Fallon að hann hafi séð myndbönd Rizzlersins og sagt við föður sinn að þeir yrðu að hittast. Síðan þá koma þeir gjarnan fram saman, nú síðast hjá Jimmy Fallon. Þremenningarnir ræddu þar um nýtilkomna frægð sína og borðuðu með honum smákökur. Einna áhugaverðast við heimsóknina var að Fallon virtist hvorki vita hverjir mennirnir væru né hafði hann mikinn áhuga á þeim. Eftir því sem á leið virtist fyrirlitning Fallon á mönnunum aukast. Í kjölfarið spruttu upp alls konar „meme“ og grín um heimsóknina þar sem mennirnir eru hafðir að háði og spotti. love to see a Pokémon fully evolve like this https://t.co/jctnrJeNeW— the thicc husband & father (@lukeisamazing) October 29, 2024 Fyrir ofan er þeim líkt við Pokemon-dýr og hér fyrir neðan eru þeir settir í samhengi við rauða herbergið í Twin Peaks. pic.twitter.com/vCLzQGMWG1— campbell g (@rodeoman) October 29, 2024 Þrátt fyrir þessa umfjöllun sem rekur feril mannanna og viðtalið hjá Fallon mætti segja að maður sé litlu nær um það hvers vegna Rizzlerinn og Costco-gæjarnir eru svona vinsælir. Kannski er það til marks um það hvað samfélagsmiðlar eru orðnir úrkynjaðir eða hvað börn eru óútreiknanleg í samfélagsmiðlaneyslu sinni. The Rizzler has assumed his position as head of the family. pic.twitter.com/NHQFfUH7f6— Scumbag Sicko (@admiral_Akb) October 29, 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Grín og gaman Bandaríkin Tengdar fréttir Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Ný mállýska hefur náð fótfestu meðal ungs fólks á Íslandi. Stofnanir og fyrirtæki keppast við að gera grín að orðunum, við misgóðar undirtektir. 5. október 2024 20:40 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Fólk sem er ekki sítengt netinu hefur sennilega aldrei heyrt um fyrrnefnda menn. Hingað til hafa þeir haldið sig meira og minna á TikTok en á fimmtudaginn birtust þeir hins vegar á sjónvarpsskjám Bandaríkjamanna þegar þeir voru gestir Jimmy Fallon í The Tonight Show. Viðtalið vakti athygli, ekki síst vegna þess hve vandræðalegt það var og hvað Fallon sjálfur virtist hafa lítinn áhuga á þremenningunum. En við komum aftur að því síðar, fyrst verður gerð tilraun til að komast að því hverjir þessir menn eru og hvað gerir þá vinsæla. Sjarmatröll í þriðja bekk Rizzlerinn (e. The Rizzler) er strákur frá New Jersey sem heitir Christian og er í þriðja bekk. Hann vakti fyrst athygli í fyrra vegna persónutöfra sinna og sjarma. Síðan þá hefur hann, með hjálp foreldra sinna, skapað sér nafn á TikTok með ýmiss konar frösum og geiflum. Þekktastur er hann fyrir einkennissvip sinn, svokallaðan rizz-svip (e. rizz-face). Orðið „rizz“ getur verið bæði nafnorð sem lýsir útgeislun eða sögn sem lýsir viðreynslu og er dregið af orðinu „charisma“. Það er spurning hvaða pósa er áhrifamest, Rizz-svipur Rizzlersins, blátt stál Zoolanders eða illskuglott Dr. Evil.Getty/X Svipurinn má segja að sé bland af Bláu stáli fyrirsætunnar Zoolanders úr samnefndri mynd og illskuglotti Dr. Evil í Austin Powers-myndunum. Rizz-svipur Rizzlersins felst í því að hann lyftir annarri augabrúninni, ýtir hinni niður, setur tunguna upp í góm (sem kallast víst að mew-a) og sýgur inn kinnarnar. Yfirleitt strýkur hann sér líka um hökuna eins og spekingur. Þetta gerir hann aftur og aftur í myndböndum og á myndum og enn sem komið er virðist fólkið ekki fá nóg af honum. Rizzler world domination is in full effect. pic.twitter.com/mt4paTiPCC— IcyVert (@IcyVert) November 2, 2024 Costco-feðgar sem segja „BOOM!“ Costco-gæjarnir eru feðgarnir Eric Befumo, ellefu ára strákur sem kallar sig Réttlætið mikla (e. Big Justice) og Andrew „A.J.“ Befumo, fyrrverandi áhugamannaglímukappi sem gekk þá undir sviðsnafninu „the American Powerchild Eric Justice“. Feðgarnir Eric og A.J. eru alltaf að borða Costco-mat. Eins og nafnið gefur til kynna tengist samfélagsmiðlaefni þeirra Costco að miklu leyti. Þeir sérhæfa sig fyrst og fremst í matarrýni á vörum sem eru seldar í versluninni. Rýnin einkennist af leikrænum lýsingum og upphrópunum og fær maturinn einkunn á „BOOM“-skala. Maturinn fær ýmist eitt eða fleiri BOOM, eitt stórt BOOM ef hann er sérlega eða jafnvel DOOM ef hann veldur vonbrigðum. Þar að auki sýna feðgarnir frá verslunarleiðöngrum sínum í Costco og hafa gefið út lagið „We Bring the BOOM!“. Myndböndin eru ekki sérlega löng eða flókin í uppsetningu. Því vakti töluverða athygli þegar það kom í ljós hvað A.J. er kröfuharður leikstjóri bakvið tjöldin. Það má sjá í myndbandinu hér að neðan. Virtist fyrirlíta þremenningana Undirritaður hélt lengi vel að Costco-gæjarnir og Rizzlerin væru skyldir, þ.e. að strákarnir tveir væru bræður, en svo er ekki. Þeir eru bara vinir. Réttlætið mikla lýsti því í viðtalinu hjá Fallon að hann hafi séð myndbönd Rizzlersins og sagt við föður sinn að þeir yrðu að hittast. Síðan þá koma þeir gjarnan fram saman, nú síðast hjá Jimmy Fallon. Þremenningarnir ræddu þar um nýtilkomna frægð sína og borðuðu með honum smákökur. Einna áhugaverðast við heimsóknina var að Fallon virtist hvorki vita hverjir mennirnir væru né hafði hann mikinn áhuga á þeim. Eftir því sem á leið virtist fyrirlitning Fallon á mönnunum aukast. Í kjölfarið spruttu upp alls konar „meme“ og grín um heimsóknina þar sem mennirnir eru hafðir að háði og spotti. love to see a Pokémon fully evolve like this https://t.co/jctnrJeNeW— the thicc husband & father (@lukeisamazing) October 29, 2024 Fyrir ofan er þeim líkt við Pokemon-dýr og hér fyrir neðan eru þeir settir í samhengi við rauða herbergið í Twin Peaks. pic.twitter.com/vCLzQGMWG1— campbell g (@rodeoman) October 29, 2024 Þrátt fyrir þessa umfjöllun sem rekur feril mannanna og viðtalið hjá Fallon mætti segja að maður sé litlu nær um það hvers vegna Rizzlerinn og Costco-gæjarnir eru svona vinsælir. Kannski er það til marks um það hvað samfélagsmiðlar eru orðnir úrkynjaðir eða hvað börn eru óútreiknanleg í samfélagsmiðlaneyslu sinni. The Rizzler has assumed his position as head of the family. pic.twitter.com/NHQFfUH7f6— Scumbag Sicko (@admiral_Akb) October 29, 2024
Samfélagsmiðlar TikTok Grín og gaman Bandaríkin Tengdar fréttir Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Ný mállýska hefur náð fótfestu meðal ungs fólks á Íslandi. Stofnanir og fyrirtæki keppast við að gera grín að orðunum, við misgóðar undirtektir. 5. október 2024 20:40 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Ný mállýska hefur náð fótfestu meðal ungs fólks á Íslandi. Stofnanir og fyrirtæki keppast við að gera grín að orðunum, við misgóðar undirtektir. 5. október 2024 20:40