Þau hýrast enn á Sævarhöfða Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. nóvember 2024 08:02 Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Tvisvar hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum um stöðu mála. Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist upp. Það er ótrúlegt því það er ekki eins og það bíði húsnæði fyrir þetta fólk. Þarna er þess utan um blandaðan hóp að ræða, að hluta til fólk sem velur þetta íbúaform. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þennan hóp með kjafti og klóm frá 2018. Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri hafði þá lýst viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Tillögur lagðar fram um hentug svæði Flokkur fólksins í borgarstjórn lagði fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur en þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla. Óvissan að buga fólkið Tillögunni var hafnað og er staðan með öllu óbreytt. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Hjólhýsabúar eru staðsettir nánast á sorphaug við Sævarhöfða sem stendur og utandyra er lítið um frið og rósemd. Þau hafa orðið fyrir stöðugu áreiti af alls kyns toga. Samtök hjólabúa hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja í samstarfi við hjólhýsabúa. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að skilja eigi þennan hóp eftir út í kuldanum af hræðslu við að borgin sitji uppi með risastóran „trailer park“ sem borgarstjóra finnst svo óaðlaðandi og hræðileg hugmynd sbr. málflutning hans í fréttum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Reykjavík Flokkur fólksins Tjaldsvæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Tvisvar hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum um stöðu mála. Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist upp. Það er ótrúlegt því það er ekki eins og það bíði húsnæði fyrir þetta fólk. Þarna er þess utan um blandaðan hóp að ræða, að hluta til fólk sem velur þetta íbúaform. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þennan hóp með kjafti og klóm frá 2018. Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri hafði þá lýst viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Tillögur lagðar fram um hentug svæði Flokkur fólksins í borgarstjórn lagði fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur en þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla. Óvissan að buga fólkið Tillögunni var hafnað og er staðan með öllu óbreytt. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Hjólhýsabúar eru staðsettir nánast á sorphaug við Sævarhöfða sem stendur og utandyra er lítið um frið og rósemd. Þau hafa orðið fyrir stöðugu áreiti af alls kyns toga. Samtök hjólabúa hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja í samstarfi við hjólhýsabúa. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að skilja eigi þennan hóp eftir út í kuldanum af hræðslu við að borgin sitji uppi með risastóran „trailer park“ sem borgarstjóra finnst svo óaðlaðandi og hræðileg hugmynd sbr. málflutning hans í fréttum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar