Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:45 Mikið hefur verið rætt um þörfina á húsnæði sem hefur bara aukist með árunum. Þörfin hefur farið sívaxandi eftir því sem landsmönnum fjölgar. Mesta fjölgunin er innflutningur vinnuafls og svo bætast við aðrir innflytjendur auk eðlilegrar fjölgunar Íslendinga sem og breyting í aldursdreifingu. Það er því engin furða að aðalskipulög sveitarfélaga taki ekki mið af þessum fjölda. Í dag eru um 4 þúsund eignir til sölu á markaði á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim eru aðeins um 230 eignir sem eru undir 60 milljónum. Það er því húsnæðisverð og kjör húsnæðislána sem valda því að landsmenn finna ekki eign við hæfi. Íbúar þurfa ekki aðeins húsnæði, það þarf innviði og útisvæði. Í dag er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu farin að hafa mikil áhrif á útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Hvaleyrarvatn Víðistaðavatn og Elliðaárdal. Bílastæðin við útivistaperlurnar eru oftast full á hverjum degi og álagið á göngusvæðin mikið. Vistvænar byggingar og lítið kolefnisfótspor eru tvennt af því sem stefnt er að í skipulagsmálum Þar með er þétting byggðar talin lausn vandans. Þétting byggðar hjálpar til að koma fyrir fleiri íbúðum og starfsemi á minna svæði og það minnkar fótsporið. Lausnin er samt ekki svo einföld. Við sjáum strax vandann þar sem byggt er hátt og þétt. Borgir víðs vegar á jörðinni hafa stækkað jafnt og þétt í marga áratugi. Því meira sem byggð breiðir úr sér því hærra hitastig verður innan borga að völdum steypu og malbiks sem draga í sig hitann. Grænum svæðum í bæjum og borgum fjölgar ekki í takt við þróunina. Þetta hefur áhrif á hækkandi hitastig í borgarumhverfi. Hér á landi eru engar skipulagsreglur sem taka á lágmarks útisvæði á hverja íbúð í bæjum. Það er því oftast aðeins gert ráð fyrir bílastæðum og svo einhverjum smá runnagróðri til málamynda. Þetta kallar að sjálfsögðu á fleiri græn svæði í hverfisskipulaginu. Til að fá til heillegt og gott skipulag þarf því að fá verktaka og byggingraðila til að vera með í að splæsa í slík svæði ellegar gera ráð fyrir ákveðnum fjölda fermetra innan lóðar á hverja íbúð. Slíkt fyrirkomulag þekkist erlendis í samningum milli bæjaryfirvalda og byggingaverktaka. Lýðheilsa og borgarvistfræði Eitt af viðfangsefnum skipulagsfræðinnar er borgarvistfræðin. Grænu svæðin, almenningsgarðar og húsagarðar, tengja þéttbýli við óbyggð svæði. Þannig tengjast vistkerfi. Garðar með fjölbreyttum plöntum auka fjölbreytni vistkerfisins eins og skordýra og fugla. Hver vill ekki njóta fuglasöngs í almenningsgarði eða sjá hunangsflugur í gróskumiklu blómabeði? Fyrir vistkerfið er nauðsynlegt að flæðið inn og út úr þéttbýlinu verði sem auðveldast. Borgarlandslagið og lýðheilsa íbúa er samofin. Fyrir allmörgum árum skrifaði Jan Gehl bókina „Life between Buildings“ (1971). Þessi bók var tímamótarit og hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál. Mannlegur skali í skipulagi byggðar er eitt af lykilhugtökum bókarinnar. Það þarf að huga að rýminu milli bygginganna, tengingu bygginga við götu, birtuna og skjólið. Af öðrum kosti væri borgarumhverfið fátæklegt. Með því að byggja hátt og þétt missum við gæði í borgarrýminu. Við megum heldur ekki gleyma því að Ísland er ekki statt á sömu breiddargráðu og Berlín eða London og við búum við úthafsloftslag. Í bók Guðmundar Hannessonar læknis um borgarskipulag (gefin út 1921) eru m.a. birta, skjól og skuggamyndun mikilvægir þættir sem ákveða hæð bygginga og Rými‘ milli þeirra. Hugmyndafræði sem enn er góð og gild. Sjálfbær þróun Til að nálgast sem besta útkomu í skipulagi þurfum við því að tvinna þessi ofangreindu atriði saman. Velja vistvænt byggingarefni, taka mið af hagkvæmri nýtingu innviða og búa til hverfi sem eru eins sjálfbær og kostur er með blandaðri, lágreistri byggð, kjarnastarfsemi, útisvæðum og leiksvæðum barna. Fjölbreytt val af íbúðum, stærð og verð þarf að vera fast hlutfall af byggðu húsnæði. Gömlu iðnaðarsvæðin og eldri bæjarhlutar þurfa endurskoðun því þar eru margir möguleikar. Iðnaðarhúsnæði sem ekki lengur þjónar upprunalegri starfsemi getur fengið nýjan tilgang. Það eru til mýmörg dæmi um iðnaðarsvæði sem breytt hefur verið í svæði með blandaða byggð. Möguleikarnir eru margir. Höfundur er arkitekt og skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um þörfina á húsnæði sem hefur bara aukist með árunum. Þörfin hefur farið sívaxandi eftir því sem landsmönnum fjölgar. Mesta fjölgunin er innflutningur vinnuafls og svo bætast við aðrir innflytjendur auk eðlilegrar fjölgunar Íslendinga sem og breyting í aldursdreifingu. Það er því engin furða að aðalskipulög sveitarfélaga taki ekki mið af þessum fjölda. Í dag eru um 4 þúsund eignir til sölu á markaði á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim eru aðeins um 230 eignir sem eru undir 60 milljónum. Það er því húsnæðisverð og kjör húsnæðislána sem valda því að landsmenn finna ekki eign við hæfi. Íbúar þurfa ekki aðeins húsnæði, það þarf innviði og útisvæði. Í dag er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu farin að hafa mikil áhrif á útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Hvaleyrarvatn Víðistaðavatn og Elliðaárdal. Bílastæðin við útivistaperlurnar eru oftast full á hverjum degi og álagið á göngusvæðin mikið. Vistvænar byggingar og lítið kolefnisfótspor eru tvennt af því sem stefnt er að í skipulagsmálum Þar með er þétting byggðar talin lausn vandans. Þétting byggðar hjálpar til að koma fyrir fleiri íbúðum og starfsemi á minna svæði og það minnkar fótsporið. Lausnin er samt ekki svo einföld. Við sjáum strax vandann þar sem byggt er hátt og þétt. Borgir víðs vegar á jörðinni hafa stækkað jafnt og þétt í marga áratugi. Því meira sem byggð breiðir úr sér því hærra hitastig verður innan borga að völdum steypu og malbiks sem draga í sig hitann. Grænum svæðum í bæjum og borgum fjölgar ekki í takt við þróunina. Þetta hefur áhrif á hækkandi hitastig í borgarumhverfi. Hér á landi eru engar skipulagsreglur sem taka á lágmarks útisvæði á hverja íbúð í bæjum. Það er því oftast aðeins gert ráð fyrir bílastæðum og svo einhverjum smá runnagróðri til málamynda. Þetta kallar að sjálfsögðu á fleiri græn svæði í hverfisskipulaginu. Til að fá til heillegt og gott skipulag þarf því að fá verktaka og byggingraðila til að vera með í að splæsa í slík svæði ellegar gera ráð fyrir ákveðnum fjölda fermetra innan lóðar á hverja íbúð. Slíkt fyrirkomulag þekkist erlendis í samningum milli bæjaryfirvalda og byggingaverktaka. Lýðheilsa og borgarvistfræði Eitt af viðfangsefnum skipulagsfræðinnar er borgarvistfræðin. Grænu svæðin, almenningsgarðar og húsagarðar, tengja þéttbýli við óbyggð svæði. Þannig tengjast vistkerfi. Garðar með fjölbreyttum plöntum auka fjölbreytni vistkerfisins eins og skordýra og fugla. Hver vill ekki njóta fuglasöngs í almenningsgarði eða sjá hunangsflugur í gróskumiklu blómabeði? Fyrir vistkerfið er nauðsynlegt að flæðið inn og út úr þéttbýlinu verði sem auðveldast. Borgarlandslagið og lýðheilsa íbúa er samofin. Fyrir allmörgum árum skrifaði Jan Gehl bókina „Life between Buildings“ (1971). Þessi bók var tímamótarit og hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál. Mannlegur skali í skipulagi byggðar er eitt af lykilhugtökum bókarinnar. Það þarf að huga að rýminu milli bygginganna, tengingu bygginga við götu, birtuna og skjólið. Af öðrum kosti væri borgarumhverfið fátæklegt. Með því að byggja hátt og þétt missum við gæði í borgarrýminu. Við megum heldur ekki gleyma því að Ísland er ekki statt á sömu breiddargráðu og Berlín eða London og við búum við úthafsloftslag. Í bók Guðmundar Hannessonar læknis um borgarskipulag (gefin út 1921) eru m.a. birta, skjól og skuggamyndun mikilvægir þættir sem ákveða hæð bygginga og Rými‘ milli þeirra. Hugmyndafræði sem enn er góð og gild. Sjálfbær þróun Til að nálgast sem besta útkomu í skipulagi þurfum við því að tvinna þessi ofangreindu atriði saman. Velja vistvænt byggingarefni, taka mið af hagkvæmri nýtingu innviða og búa til hverfi sem eru eins sjálfbær og kostur er með blandaðri, lágreistri byggð, kjarnastarfsemi, útisvæðum og leiksvæðum barna. Fjölbreytt val af íbúðum, stærð og verð þarf að vera fast hlutfall af byggðu húsnæði. Gömlu iðnaðarsvæðin og eldri bæjarhlutar þurfa endurskoðun því þar eru margir möguleikar. Iðnaðarhúsnæði sem ekki lengur þjónar upprunalegri starfsemi getur fengið nýjan tilgang. Það eru til mýmörg dæmi um iðnaðarsvæði sem breytt hefur verið í svæði með blandaða byggð. Möguleikarnir eru margir. Höfundur er arkitekt og skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun