Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. nóvember 2024 23:01 Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York mætti á kosningafund Donald Trump í Madison Square Garden. Skjáskot/EPA Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega. Það vakti til að mynda töluverða úlfúð meðal margra þegar að grínistinn Tony Hinchcliffe tók til máls áður en Trump kom fram og sagði eyjuna Púertó Ríkó vera fljótandi ruslaeyju. Stuðningsmenn Trump fylltu athugasemdakerfið Unnar tekur það sérstaklega fram að hann sé ekki stuðningsmaður Trump og segist hafa farið á kosningafundinn þann 27. október til að upplifa umstangið í kringum hann og til að búa til efni fyrir TikTok-síðuna sína. „Ég hélt að ég myndi fá fullt af gagnrýni fyrir að mæta á þetta en ef þú skoðar athugasemdirnar við myndbandið þá er þetta öfugt. Þetta eru allt íslenskir Trump-stuðningsmenn í þessu athugasemdakerfi. Það eru allir að styðja Trump í athugasemdunum sem kom mér á óvart.“ Furðuleg stemmning í borginni Unnar mætti tímanlega fyrir utan Madison Square Garden og þurfti að bíða í rúmlega tvær klukkustundir áður en hann komst inn. Mikil aðsókn hafi verið á viðburðinn en hann segir mikið öngþveiti hafa verið fyrir utan. Fólk hafi verið æst að fá að sjá Trump. „Stemmningin í borginni var mjög furðuleg. Ólíkt öllu öðru sem ég hef séð hérna það var panikk ástand og lestarnar voru lokaðar. Ég var að sjá fólk sem ég hef aldrei séð áður. Það hefur ekki farið mikið fyrir kosningunum í borginni,“ segir Unnar en New York-ríki er mikið vígi Demókrataflokksins. @unnarsteinn_ Steiktasti dagur ævi minnar🤯 ♬ original sound - Unnar Steinn Þegar Unnar var kominn inn á kosningafundinn segir hann lætin hafa haldið áfram. Hann segist sjaldan hafa upplifað aðra eins einstaklingsdýrkun. „Þau greinilega dýrka þennan mann og elska hann. Þetta var alveg ótrúlegt. Þegar ég sat þarna með sjálfum mér inni í sal hugsaði ég bara: Hvar er ég eiginlega? Þegar ég var kominn inn þá var enn þá meira öngþveiti, allir voru hlaupandi og allir vildu sjá hann. Í stuttu máli var þetta bara mjög óraunverulegt.“ Stjörnufans á viðburðinum og Musk óþægilegur Töluverður stjörnufans var á kosningafundinum en Unnar sá meðal annarra Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York, Elon Musk, eiganda X, Dr. Phil sjónvarpspersónu, og Hulk Hogan, fyrrverandi glímukappa, stíga á svið. Þeir hituðu upp fyrir Trump. „Markmiðið var bara að sleikja upp Trump og allir í salnum voru bara óðir. Það mætti þarna fullt af alls konar fólki. Glímukappinn Hulk Hogan mætti og reif upp stemmninguna. Elon er flottur strákur en hann var eitthvað svo óþægilegur. Maður sá svo mikið í gegnum þetta. Hann var að reyna vera eitthvað voða bandarískur. Maður fékk léttan kjánahroll en fólkið náttúrulega elskaði hann eins og aðra þarna.“ Bandaríkin Donald Trump Íslendingar erlendis Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01 Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Það vakti til að mynda töluverða úlfúð meðal margra þegar að grínistinn Tony Hinchcliffe tók til máls áður en Trump kom fram og sagði eyjuna Púertó Ríkó vera fljótandi ruslaeyju. Stuðningsmenn Trump fylltu athugasemdakerfið Unnar tekur það sérstaklega fram að hann sé ekki stuðningsmaður Trump og segist hafa farið á kosningafundinn þann 27. október til að upplifa umstangið í kringum hann og til að búa til efni fyrir TikTok-síðuna sína. „Ég hélt að ég myndi fá fullt af gagnrýni fyrir að mæta á þetta en ef þú skoðar athugasemdirnar við myndbandið þá er þetta öfugt. Þetta eru allt íslenskir Trump-stuðningsmenn í þessu athugasemdakerfi. Það eru allir að styðja Trump í athugasemdunum sem kom mér á óvart.“ Furðuleg stemmning í borginni Unnar mætti tímanlega fyrir utan Madison Square Garden og þurfti að bíða í rúmlega tvær klukkustundir áður en hann komst inn. Mikil aðsókn hafi verið á viðburðinn en hann segir mikið öngþveiti hafa verið fyrir utan. Fólk hafi verið æst að fá að sjá Trump. „Stemmningin í borginni var mjög furðuleg. Ólíkt öllu öðru sem ég hef séð hérna það var panikk ástand og lestarnar voru lokaðar. Ég var að sjá fólk sem ég hef aldrei séð áður. Það hefur ekki farið mikið fyrir kosningunum í borginni,“ segir Unnar en New York-ríki er mikið vígi Demókrataflokksins. @unnarsteinn_ Steiktasti dagur ævi minnar🤯 ♬ original sound - Unnar Steinn Þegar Unnar var kominn inn á kosningafundinn segir hann lætin hafa haldið áfram. Hann segist sjaldan hafa upplifað aðra eins einstaklingsdýrkun. „Þau greinilega dýrka þennan mann og elska hann. Þetta var alveg ótrúlegt. Þegar ég sat þarna með sjálfum mér inni í sal hugsaði ég bara: Hvar er ég eiginlega? Þegar ég var kominn inn þá var enn þá meira öngþveiti, allir voru hlaupandi og allir vildu sjá hann. Í stuttu máli var þetta bara mjög óraunverulegt.“ Stjörnufans á viðburðinum og Musk óþægilegur Töluverður stjörnufans var á kosningafundinum en Unnar sá meðal annarra Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York, Elon Musk, eiganda X, Dr. Phil sjónvarpspersónu, og Hulk Hogan, fyrrverandi glímukappa, stíga á svið. Þeir hituðu upp fyrir Trump. „Markmiðið var bara að sleikja upp Trump og allir í salnum voru bara óðir. Það mætti þarna fullt af alls konar fólki. Glímukappinn Hulk Hogan mætti og reif upp stemmninguna. Elon er flottur strákur en hann var eitthvað svo óþægilegur. Maður sá svo mikið í gegnum þetta. Hann var að reyna vera eitthvað voða bandarískur. Maður fékk léttan kjánahroll en fólkið náttúrulega elskaði hann eins og aðra þarna.“
Bandaríkin Donald Trump Íslendingar erlendis Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01 Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01
Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26