Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar 4. nóvember 2024 15:32 Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Lögreglan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT).
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar