Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 19:30 Sigurgeir var skiljanlega nokkuð þreyttur þegar hann kom í land. Kristinn Þór Jónasson Maður sem synti milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar með eiginkonu sína í eftirdragi segist hafa þurft að hundsa eigin efasemdir allan tímann. Sundið tók um sex tíma, og sjórinn var aðeins tveggja gráðu heitur þegar verst lét. Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla)
Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira