Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2024 19:32 Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár verður 1,7 milljarða króna afgangur á A hluta borgarsjóðs og 14,3 millljaðara afgangur á A og B hluta til samans. Vísir/Anton Brink Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. Hér sést rekstrarniðurstaða borgarsjóðs frá 2019 og áætlanir til 2028, sem fjármagnaður er með sköttum og gjöldum borgarinnar.Grafík/Sara Umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár og áætlun til næstu fimm ára hófst í borgarstjórn í dag. Hallinn á rekstri A-hluta borgarsjóðs var 15,6 milljaðrar árið 2022 og fimm milljarðar í fyrra. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að á þessu ári takist að ná fimm hundruð milljón króna afgangi á rekstri borgarsjóðs og á næsta ári verði 1,7 milljaðra afgangur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áætlanir um afkomu bæði A og B hluta Reykjavíkur hafa gengið upp.Stöð 2/Sigurjón „Stóru tíðindin eru þau að við gerðum plön um að snúa við töluverðum hallarekstri sem er ljós í upphafi kjörtímabils og plönin eru að virka. Þrátt fyrir kröfur um aukna þjónustu, miklar fjárfestingar og erfitt ytra efnahagsumhverfi er okkur að takast að snúa halla í afgang,“ segir borgarstjóri. Þetta ætti bæði við borgarsjóð og borgarsamstæðuna í heild sinni og væri mikill árangur. Skuldir Reykjavíkurborgar jukust mikið á árunum 2020 til 2023 en hlutfal afborgana af langtímalánum og leiguskuldum hefur batnað töluvert á þessu ári. Í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að borgin greiði meira af lánum en hún tekur af nýjum lánum árið 2028. Borgarstjóri segir skuldir borgarinnar langt innan lögbundinna marka sveitarfélaga. Á bláu súlunum sést þróun afborgana langtímalána og leiguskulda og á gulu súlunum sjá ný langtímalán og leiguskuldir.Grafík/Sara „Bæði hvað varðar aðalsjóðinn og samstæðuna. Þannig að við stöndum bara ágætlega í öllum samanburði þegar kemur að skuldunum. Líka í getu okkar til að greiða af þessum skuldum. Hún er mjög mikil. Þannig að allir þessir mælikvarðar eru að færast úr rauðu yfir í grænt og það er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar. Á næsta ári og árum verði mikið fjárfest í uppbyggingu leikskóla þar sem plássum verði fjölgað um 700 og átak gert í viðhaldi og uppbyggingu skólabygginga. Þá verði uppbyggingu samgangna haldið áfram og lóðaframboð verði mikið til íbúðabygginga. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann ekki hafa hagrætt neinu nema sannleikanum.Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir meirihutann hagræða sannleikanum varðandi jákvæða afkomu á þessu ári í áætlunum sínum. „Það hangir allt á því að Perlan verði seld fyrir fleiri milljarða fyrir árslok. Veruleikinn er hins vegar sá, eins og kom fram hérna inni í borgarstjórnarsalnum áðan, að það er ekki búið að samþykkja neitt kauptilboð í Perluna,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Þá standist ekki að verulega hafi verið hagrætt í rekstri borgarinnar. „En þegar betur er að gáð eru útgjöld borgarinnar að vaxa stjórnlaust. Hins vegar streyma tekjurnar hingað inn stríðum straumum. Munar þar mestu um fasteignaskattana. Þeir í rauninni hækka vegna þess að fasteignamat húsnæðis er sífellt að hækka. Við leggjum alltaf til, eins og í dag, að fasteignaskattar verði lækkaðir en því er því miður alltaf hafnað,“ segir Hildur Björnsdóttir. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir borgina hafa fleiri egg í körfunni en Perluna.Stöð 2/Einar Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir á Facebook síðu sinni í dag að sala á Perlunni væri ekki forsenda fyrir 500 milljóna afgangi í rekstri borgarsjóðs á þessu ári. Perlan hafi verið rekinn í áratugi með tapi upp á tugi og hundruði milljóna. Borgin hafi keypt hana af Orkuveitunni og síðan haft af henni umtalsverðar leigutekjur. „Þess vegna er komið fram tilboð upp á 3,5 milljarða. Viðræður standa yfir. Það er hins vegar misskilningur - einsog heyrst hefur að niðurtaða ársins velti á sölu Perlunnar. Við gætum meiri varúðar í áætlanagerð en svo og erum með bæði fleiri egg og fleiri körfur,“ sagði Dagur í svari í athugasemd við færslu hans á Facebook í dag. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Leikskólar Húsnæðismál Borgarlína Salan á Perlunni Borgarstjórn Tengdar fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14 Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51 Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Hér sést rekstrarniðurstaða borgarsjóðs frá 2019 og áætlanir til 2028, sem fjármagnaður er með sköttum og gjöldum borgarinnar.Grafík/Sara Umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár og áætlun til næstu fimm ára hófst í borgarstjórn í dag. Hallinn á rekstri A-hluta borgarsjóðs var 15,6 milljaðrar árið 2022 og fimm milljarðar í fyrra. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að á þessu ári takist að ná fimm hundruð milljón króna afgangi á rekstri borgarsjóðs og á næsta ári verði 1,7 milljaðra afgangur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áætlanir um afkomu bæði A og B hluta Reykjavíkur hafa gengið upp.Stöð 2/Sigurjón „Stóru tíðindin eru þau að við gerðum plön um að snúa við töluverðum hallarekstri sem er ljós í upphafi kjörtímabils og plönin eru að virka. Þrátt fyrir kröfur um aukna þjónustu, miklar fjárfestingar og erfitt ytra efnahagsumhverfi er okkur að takast að snúa halla í afgang,“ segir borgarstjóri. Þetta ætti bæði við borgarsjóð og borgarsamstæðuna í heild sinni og væri mikill árangur. Skuldir Reykjavíkurborgar jukust mikið á árunum 2020 til 2023 en hlutfal afborgana af langtímalánum og leiguskuldum hefur batnað töluvert á þessu ári. Í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að borgin greiði meira af lánum en hún tekur af nýjum lánum árið 2028. Borgarstjóri segir skuldir borgarinnar langt innan lögbundinna marka sveitarfélaga. Á bláu súlunum sést þróun afborgana langtímalána og leiguskulda og á gulu súlunum sjá ný langtímalán og leiguskuldir.Grafík/Sara „Bæði hvað varðar aðalsjóðinn og samstæðuna. Þannig að við stöndum bara ágætlega í öllum samanburði þegar kemur að skuldunum. Líka í getu okkar til að greiða af þessum skuldum. Hún er mjög mikil. Þannig að allir þessir mælikvarðar eru að færast úr rauðu yfir í grænt og það er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar. Á næsta ári og árum verði mikið fjárfest í uppbyggingu leikskóla þar sem plássum verði fjölgað um 700 og átak gert í viðhaldi og uppbyggingu skólabygginga. Þá verði uppbyggingu samgangna haldið áfram og lóðaframboð verði mikið til íbúðabygginga. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann ekki hafa hagrætt neinu nema sannleikanum.Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir meirihutann hagræða sannleikanum varðandi jákvæða afkomu á þessu ári í áætlunum sínum. „Það hangir allt á því að Perlan verði seld fyrir fleiri milljarða fyrir árslok. Veruleikinn er hins vegar sá, eins og kom fram hérna inni í borgarstjórnarsalnum áðan, að það er ekki búið að samþykkja neitt kauptilboð í Perluna,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Þá standist ekki að verulega hafi verið hagrætt í rekstri borgarinnar. „En þegar betur er að gáð eru útgjöld borgarinnar að vaxa stjórnlaust. Hins vegar streyma tekjurnar hingað inn stríðum straumum. Munar þar mestu um fasteignaskattana. Þeir í rauninni hækka vegna þess að fasteignamat húsnæðis er sífellt að hækka. Við leggjum alltaf til, eins og í dag, að fasteignaskattar verði lækkaðir en því er því miður alltaf hafnað,“ segir Hildur Björnsdóttir. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir borgina hafa fleiri egg í körfunni en Perluna.Stöð 2/Einar Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir á Facebook síðu sinni í dag að sala á Perlunni væri ekki forsenda fyrir 500 milljóna afgangi í rekstri borgarsjóðs á þessu ári. Perlan hafi verið rekinn í áratugi með tapi upp á tugi og hundruði milljóna. Borgin hafi keypt hana af Orkuveitunni og síðan haft af henni umtalsverðar leigutekjur. „Þess vegna er komið fram tilboð upp á 3,5 milljarða. Viðræður standa yfir. Það er hins vegar misskilningur - einsog heyrst hefur að niðurtaða ársins velti á sölu Perlunnar. Við gætum meiri varúðar í áætlanagerð en svo og erum með bæði fleiri egg og fleiri körfur,“ sagði Dagur í svari í athugasemd við færslu hans á Facebook í dag.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Leikskólar Húsnæðismál Borgarlína Salan á Perlunni Borgarstjórn Tengdar fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14 Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51 Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14
Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51
Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32