FIFA hótar félögunum stórum sektum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 06:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, passar upp á það að félögin hugsi sig tvisvar um ætli þau ekki að mæta með sitt besta lið á HM félagsliða næsta sumar. Getty/John Todd Heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta fer fram næsta sumar sem ný 32 liða og 63 leikja keppni. Það er eins gott fyrir félögin að mæta til leiks með alla sína bestu leikmenn því annars mun FIFA refsa þeim harðlega. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira