„Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. nóvember 2024 22:23 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði gegn Slóvakíu 70-78 í undankeppni EM. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var svekktur með niðurstöðuna en var þó jákvæður. „Við vorum yfir þremur mínútum lengur en þær í leiknum. Fyrir mér var þetta jafn leikur en þær settu stóra þrista í fjórða leikhluta og hver þristur var eiginlega meira en þrjú stig og á meðan vorum við ekki að setja okkar skot ofan í,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með kraftinn í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn mjög vel og gerði átta stig í röð í fyrsta leikhluta. „Þetta var frábær byrjun. Við lögðum upp með að fyrstu fimm mínúturnar myndu setja tóninn sem það gerði bæði í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks. Mér fannst allar skila baráttu og orku. Þetta var hrikalega erfitt og ég held að staðan í frákastabaráttunni hafi verið 8-29. En við vorum að taka spretti út um allt og hlaupa inn í teig og út aftur. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði.“ Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af krafti á báðum endum vallarins og gerðu fyrstu tíu stigin. „Það hefði verið auðvelt að vera litlar og að stóra liðið myndi taka yfir en þær voru ekkert að leyfa það. Við fórum að vera villtar og tókum snögga þrista og það var það sem við þurftum að gera. Við erum með mjög lágvaxið lið í þessum glugga og við þurfum að vera villingar og taka þristana sem við fáum og taka áhættu.“ Danielle Rodriguez og Kolbrún María Ármannsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og Benedikt hrósaði þeim í hástert. „Danielle var frábær frá byrjun og eðlilega var Kolbrún stressuð í byrjun en síðan mætti hún í seinni hálfleik og var geggjuð. Hún er sextán ára og það á engin sextán ára að byrja inn á í landsliði. Þetta er topp leikmaður sem er í landsliðsklassa og hún er ógn sóknarlega og spilar frábæra vörn. Hún er rétt að byrja sinn langa landsliðsferil,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
„Við vorum yfir þremur mínútum lengur en þær í leiknum. Fyrir mér var þetta jafn leikur en þær settu stóra þrista í fjórða leikhluta og hver þristur var eiginlega meira en þrjú stig og á meðan vorum við ekki að setja okkar skot ofan í,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með kraftinn í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn mjög vel og gerði átta stig í röð í fyrsta leikhluta. „Þetta var frábær byrjun. Við lögðum upp með að fyrstu fimm mínúturnar myndu setja tóninn sem það gerði bæði í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks. Mér fannst allar skila baráttu og orku. Þetta var hrikalega erfitt og ég held að staðan í frákastabaráttunni hafi verið 8-29. En við vorum að taka spretti út um allt og hlaupa inn í teig og út aftur. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði.“ Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af krafti á báðum endum vallarins og gerðu fyrstu tíu stigin. „Það hefði verið auðvelt að vera litlar og að stóra liðið myndi taka yfir en þær voru ekkert að leyfa það. Við fórum að vera villtar og tókum snögga þrista og það var það sem við þurftum að gera. Við erum með mjög lágvaxið lið í þessum glugga og við þurfum að vera villingar og taka þristana sem við fáum og taka áhættu.“ Danielle Rodriguez og Kolbrún María Ármannsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og Benedikt hrósaði þeim í hástert. „Danielle var frábær frá byrjun og eðlilega var Kolbrún stressuð í byrjun en síðan mætti hún í seinni hálfleik og var geggjuð. Hún er sextán ára og það á engin sextán ára að byrja inn á í landsliði. Þetta er topp leikmaður sem er í landsliðsklassa og hún er ógn sóknarlega og spilar frábæra vörn. Hún er rétt að byrja sinn langa landsliðsferil,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira