Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:42 DeAndre Kane fékk slæmt höfuðhögg og spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. S2 Sport DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. „Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira