Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. nóvember 2024 16:25 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, og Sanna Magdalena Mörtudóttur, leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands. Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. Kosningalíkanið er nýjung hér á landi og ber nafnið Kosningaspá Metils. Það byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Fjögur þúsund ólíkar sviðsmyndir Hafsteinn Einarsson stjórnmálafræðingur er einn þeirra sem kom að gerð kosningalíkansins ásamt Brynjólfi Gauta Guðrúnar Jónssyni tölfræðingi, Agnari Frey Helgasyni og Rafael Daniel Vias. Hafsteinn segir að spáin muni að öllum líkindum verða nákvæmari eftir því sem að líður að kosningum. „Það er ýmislegt sem getur sveiflast með kerfisbundnum hætti fram að kosningum. Hefur flokkurinn verið vanmetinn eða ofmetinn áður? Tökum inn stöðu efnahagsmála, til dæmis ef það er mikil verðbólga þá bitnar það á sitjandi ríkisstjórn en ef það er hagvöxtur þá græða þau á því,“ segir hann í samtali við Vísi. „Spáin byggir á 4 þúsund hermum úr tölfræðilíkaninu okkar, en það þýðir að við notum bestu fyrirliggjandi gögn og látum líkanið búa til 4 þúsund ólíkar sviðsmyndir um hvernig fylgið gæti þróast fram til kjördags,“ segir á vefsíðu líkansins. Hér má sjá spá KosningaMetils fyrir komandi þingkosningar. Að sögn Hafsteins mun spáin verða nákvæmari og nákvæmari eftir því sem líður að kosningum.Skjáskot Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið samkvæmt líkaninu Gangi líkanið eftir mun Samfylkingin fá 18% atkvæða og vera nokkuð jöfn Sjálfstæðisflokki með 17%. Í síðustu könnun Maskínu sem birt var á fimmtudag mældist Samfylkingin með 20,9% stuðning og Sjálfstæðisflokkur með 13,3%. Spá líkansins gefur til kynna að Viðreisn endi með fjórtán prósenta fylgi. Það er töluvert minna en í nýjustu könnun Maskínu þar sem flokkurinn mældist með 19,4 prósenta fylgi. „Þetta er aðeins önnur mynd en við sjáum í skoðanakönnunum dags daglega. Það sem mun hafa veruleg áhrif á stjórnarmyndun er hvaða flokkar muni ná yfir fimm prósent þröskuldinn. Miðgildisspáin hjá VG og Sósíalistaflokknum er undir fimm prósentum en það þýðir ekki að það sé útilokað að þeir nái fimm prósentum,“ segir Hafsteinn. Mesta óvissan í líkaninu væri bundin við Miðflokkinn enda um tiltölulega ungan flokk að ræða. „Fylgi flokksins hefur verið á mikilli hreyfingu á milli kjörtímabila. Það er erfitt fyrir líkanið að festa fylgi Miðflokksins.“ Óvissan mjög mikil Hafsteinn segir líkanið gefa upp aðra sviðsmynd en skoðanakannanir benda til. Samkvæmt líkaninu stefni í jafnari kosningar. „Lykilatriði í þessu er að það eru enn þrjár vikur í kosningar og óvissan mjög mikil. Við sjáum til dæmis að Samfylkingin er efst í líkaninu eins og er en fylgi hennar getur verið töluvert frá þessum átján prósentum sem er miðgildisspáin í dag. Þegar nær dregur kosningum minnkar þetta óvissubil, því þá er minni tími fyrir óvænta atburði að gerast.“ Hann segir ekki sömu líkur á að kjósendur kjósi taktískt í flokkakosningum eins með sama hætti og í persónuvaldi eins og í síðustu forsetakosningum. „Yfirleitt leiða fjölflokkakosningar ekki af sér taktíska kosningu, ólíkt því sem við sáum í forsetakosningunum þar sem er verið að velja einn sigurvegara. Það er minni hvati í fjölflokkakosningum til að kjósa taktískt. Auðvitað ef þessir flokkar eru að mælast með bara tvö prósent nær kosningum þá fara kannski sumir kjósendur að hugsa sitt mál.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Kosningalíkanið er nýjung hér á landi og ber nafnið Kosningaspá Metils. Það byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Fjögur þúsund ólíkar sviðsmyndir Hafsteinn Einarsson stjórnmálafræðingur er einn þeirra sem kom að gerð kosningalíkansins ásamt Brynjólfi Gauta Guðrúnar Jónssyni tölfræðingi, Agnari Frey Helgasyni og Rafael Daniel Vias. Hafsteinn segir að spáin muni að öllum líkindum verða nákvæmari eftir því sem að líður að kosningum. „Það er ýmislegt sem getur sveiflast með kerfisbundnum hætti fram að kosningum. Hefur flokkurinn verið vanmetinn eða ofmetinn áður? Tökum inn stöðu efnahagsmála, til dæmis ef það er mikil verðbólga þá bitnar það á sitjandi ríkisstjórn en ef það er hagvöxtur þá græða þau á því,“ segir hann í samtali við Vísi. „Spáin byggir á 4 þúsund hermum úr tölfræðilíkaninu okkar, en það þýðir að við notum bestu fyrirliggjandi gögn og látum líkanið búa til 4 þúsund ólíkar sviðsmyndir um hvernig fylgið gæti þróast fram til kjördags,“ segir á vefsíðu líkansins. Hér má sjá spá KosningaMetils fyrir komandi þingkosningar. Að sögn Hafsteins mun spáin verða nákvæmari og nákvæmari eftir því sem líður að kosningum.Skjáskot Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið samkvæmt líkaninu Gangi líkanið eftir mun Samfylkingin fá 18% atkvæða og vera nokkuð jöfn Sjálfstæðisflokki með 17%. Í síðustu könnun Maskínu sem birt var á fimmtudag mældist Samfylkingin með 20,9% stuðning og Sjálfstæðisflokkur með 13,3%. Spá líkansins gefur til kynna að Viðreisn endi með fjórtán prósenta fylgi. Það er töluvert minna en í nýjustu könnun Maskínu þar sem flokkurinn mældist með 19,4 prósenta fylgi. „Þetta er aðeins önnur mynd en við sjáum í skoðanakönnunum dags daglega. Það sem mun hafa veruleg áhrif á stjórnarmyndun er hvaða flokkar muni ná yfir fimm prósent þröskuldinn. Miðgildisspáin hjá VG og Sósíalistaflokknum er undir fimm prósentum en það þýðir ekki að það sé útilokað að þeir nái fimm prósentum,“ segir Hafsteinn. Mesta óvissan í líkaninu væri bundin við Miðflokkinn enda um tiltölulega ungan flokk að ræða. „Fylgi flokksins hefur verið á mikilli hreyfingu á milli kjörtímabila. Það er erfitt fyrir líkanið að festa fylgi Miðflokksins.“ Óvissan mjög mikil Hafsteinn segir líkanið gefa upp aðra sviðsmynd en skoðanakannanir benda til. Samkvæmt líkaninu stefni í jafnari kosningar. „Lykilatriði í þessu er að það eru enn þrjár vikur í kosningar og óvissan mjög mikil. Við sjáum til dæmis að Samfylkingin er efst í líkaninu eins og er en fylgi hennar getur verið töluvert frá þessum átján prósentum sem er miðgildisspáin í dag. Þegar nær dregur kosningum minnkar þetta óvissubil, því þá er minni tími fyrir óvænta atburði að gerast.“ Hann segir ekki sömu líkur á að kjósendur kjósi taktískt í flokkakosningum eins með sama hætti og í persónuvaldi eins og í síðustu forsetakosningum. „Yfirleitt leiða fjölflokkakosningar ekki af sér taktíska kosningu, ólíkt því sem við sáum í forsetakosningunum þar sem er verið að velja einn sigurvegara. Það er minni hvati í fjölflokkakosningum til að kjósa taktískt. Auðvitað ef þessir flokkar eru að mælast með bara tvö prósent nær kosningum þá fara kannski sumir kjósendur að hugsa sitt mál.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira