Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:32 Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Það hefur reynst gríðarlega vinsælt enda um afar faglega handleiðslu að ræða sem skipt hefur sköpum fyrir hundruð Hafnfirðinga. Með frábæru utanumhaldi hefur Janus komið fjölda fólks af stað í hreyfingu, sumum í fyrsta sinn, og að námskeiði loknu hefur fólk síðan haldið áfram á eigin vegum. Nú hyggst Hafnarfjarðarbær fjárfesta enn frekar í forvörnum og lýðheilsu eldri borgara. Ákveðið hefur verið að auka fjölbreytni í þessum efnum með samstarfi við líkamsræktarstöðina Hress þar sem hópur fagfólks hefur hannað sérstakt æfingaprógram og handleiðslu fyrir 65 ára og eldri. Með framboði af þessu tagi er bæjarfélagið að leggja sitt af mörkum til að efla heilsutengdar forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar þegar aldurinn færist yfir. Það er aldrei of seint að huga að heilsunni en með markvissri þjálfun er hægt að bæta liðleika, styrk og þol á hvaða aldri sem er. Þannig aukast lífsgæðin; heilsan og hreyfifærnin batnar og þannig getur fólk tekist lengur á við athafnir daglegs með hækkandi aldri. Í nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir Hafnarfjarðarbær einnig ráð fyrir því að hækka tekjuviðmið frístundastyrks til eldri borgara. Það er gaman og gott að eldast þegar heilsan er góð og hvað er skemmtilegra en að hreyfa sig og þjálfa í góðum hópi. Að mínu mati á lýðheilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir alla aldurshópa að fléttast mun meira inn í heilbrigðiskerfið allt en nú er. Það er góð fjárfesting í öllu tilliti en sérstaklega fyrir fólkið sjálft og þeirra lífsgæði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hafnarfjörður Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Það hefur reynst gríðarlega vinsælt enda um afar faglega handleiðslu að ræða sem skipt hefur sköpum fyrir hundruð Hafnfirðinga. Með frábæru utanumhaldi hefur Janus komið fjölda fólks af stað í hreyfingu, sumum í fyrsta sinn, og að námskeiði loknu hefur fólk síðan haldið áfram á eigin vegum. Nú hyggst Hafnarfjarðarbær fjárfesta enn frekar í forvörnum og lýðheilsu eldri borgara. Ákveðið hefur verið að auka fjölbreytni í þessum efnum með samstarfi við líkamsræktarstöðina Hress þar sem hópur fagfólks hefur hannað sérstakt æfingaprógram og handleiðslu fyrir 65 ára og eldri. Með framboði af þessu tagi er bæjarfélagið að leggja sitt af mörkum til að efla heilsutengdar forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar þegar aldurinn færist yfir. Það er aldrei of seint að huga að heilsunni en með markvissri þjálfun er hægt að bæta liðleika, styrk og þol á hvaða aldri sem er. Þannig aukast lífsgæðin; heilsan og hreyfifærnin batnar og þannig getur fólk tekist lengur á við athafnir daglegs með hækkandi aldri. Í nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir Hafnarfjarðarbær einnig ráð fyrir því að hækka tekjuviðmið frístundastyrks til eldri borgara. Það er gaman og gott að eldast þegar heilsan er góð og hvað er skemmtilegra en að hreyfa sig og þjálfa í góðum hópi. Að mínu mati á lýðheilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir alla aldurshópa að fléttast mun meira inn í heilbrigðiskerfið allt en nú er. Það er góð fjárfesting í öllu tilliti en sérstaklega fyrir fólkið sjálft og þeirra lífsgæði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun