Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2024 10:01 Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona og leikmaður Kristianstad Mynd: Kristianstad Hlín Eiríksdóttir átti skínandi tímabil með Kristianstad í Svíþjóð og er tilnefnd sem sóknarmaður ársins í sænsku deildinni. Hún finnur fyrir áhuga frá öðrum liðum á kröftum sínum en gæti vel hugsað sér að vera hjá Íslendingaliðinu lengur. Kristianstad endaði í fjórða sæti sænsku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og jafnaði stigamet sitt í deildinni upp á 52 stig en fjórða sætið nægði þó ekki til að uppfylla markmið liðsins. „Ég er mjög ánægð með margt á tímabilinu. Það er þó enn ekki hægt að segja að við höfum náð góðum árangri sem lið. Við vorum með markmið um að ná ofar í töflunni. Topp þrjú sætin gefa Evrópusæti, við misstum af því. En ég er samt mjög sátt með spilamennskuna okkar í langflestum leikjum. Það voru nokkrir leikir, fyrst og fremst beint eftir sumarfríið, þar sem að við vorum að hiksta. Töpuðum dýrmætum stigum þar en annars myndi ég segja að við höfum átt flott tímabil.“ „Okkur var ekki spáð svona ofarlega en við sem lið vorum búin að horfa á þetta þriðja sæti og við áttum raunhæfa möguleika á því mjög lengi. Það er smá svekkjandi. En við sýndum samt spilamennsku sem fór fram úr væntingum hjá utanaðkomandi aðilum.“ „Mjög mikill heiður“ Sjálf átti Hlín skínandi tímabil með fimmtán skoruð mörk og aðeins einu marki frá gullskó deildarinnar. Tvö af hennar mörkum eru tilnefnd í flokknum flottasta mark tímabilsins. Annað markið kom á útivelli gegn Hammarby en hitt á heimavelli gegn Djurgarden en mörkin má sjá hér fyrir neðan. Þá er Hlín sjálf tilnefnd sem besti sóknarmaður tímabilsins sem hún segir mikinn heiður en stóru orðin eru ekki spöruð í hennar garð í umsögn sem fylgdi tilnefningunni þar sem segir meðal annars að Hlín hafi borið lið Kristianstad á herðum sér allt tímabilið.. „Þetta er mjög mikill heiður. Að vera tilnefnd til verðlauna í þessari sterku deild þýðir að maður er að gera eitthvað rétt. Þetta er eitthvað sem ég hef verið tilnefnd til áður sem sýnir einnig að ég er að taka skref fram á við. Algjörlega mjög mikill heiður. Bæði fyrir mig en auðvitað einnig viðurkenning til liðsins og þjálfara minna einnig. Ég er mjög stolt af þessu.“ En hvort markið er meira í uppáhaldi? „Hammarby leikirnir á útivelli , bæði í ár sem og í fyrra, eru eftirminnilegustu augnablikin síðan að ég kom til Kristianstad. Ég held að Hammarby markið sé uppáhalds en Djurgarden markið var líka flott. Bæði mörk góð.“ Hlín fór á kostum með Kristianstad á nýafstöðnu tímabiliMynd: Kristianstad Raðað inn mörkum Þetta var þriðja tímabilið í röð sem að Hlín setur tíu eða fleiri mörk á einu og sama tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni. Tímabilið í ár það besta hingað til. „Nú hef ég spilað fjögur ár í Svíþjóð og í ár var ég klárlega að spila í besta liðinu síðan að ég kom hingað út. Ég hef svo sjálf verið að bæta mig og fæ mjög stórt hlutverk í liðinu sem gerir það að verkum að ég næ að gera „stig“ eins og maður segir í Svíþjóð. Semsagt skora mörk og gefa stoðsendingar. Ég held að það séu margir mismunandi þættir sem spila inn í þetta góða gengi. En fyrst og fremst höfum við bara verið að spila góðan sóknarbolta sem lið. Ég spilaði mest megnis á kantinum í fyrra líka en þá vorum við að spila, sérstaklega seinni hluta þess tímabils, án níu. Vorum ekki með einn eiginlegan framherja upp á toppi. Þess í stað vorum við tvær sem spiluðum á köntunum að spila sem fremstu menn. Núna höfum við verið að spila með framherja og ég hef verið úti á vinstri kanti.“ Engin meining á bak við þetta Hlín er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Kristianstad en þar er einnig að finna landsliðskonurnar Guðnýju Árnadóttur og Kötlu Tryggvadóttur og hafa þær slegið saman á létta strengi í gegnum tíðina. Eftir lokaleik Kristianstad í sænsku deildinni á dögunum birtist myndasería á samfélagsmiðlum félagsins þar sem að sjá mátti íslensku leikmennina í góðum gír og leit út fyrir að Guðný væri að biðja Hlínar. „Ég og Guðný erum bara trúlofaðar núna,“ segir Hlín og hlær aðspurð um það hvað hafi verið þarna á seiði. „Nei við fengum sem sagt bronsmedalíur eftir síðasta leik á laugardaginn og vorum bara að skemmta okkur aðeins. Við erum mjög mikið saman. Ég, Guðný og Katla og vissulega eru aðrir Íslendingar í kringum okkur líka. Beta og fjölskylda sem og íslenska sjúkraþjálfara og hennar fjölskyldu. Við eyðum mjög miklum tíma saman og erum bara eitthvað að spauga. Það er engin meining á bak við þetta.“ „Auka fjölskylda hér úti“ Hlín fer fögrum orðum um Íslendingasamfélagið í Kristianstad. „Þegar að ég fór fyrst út til Svíþjóðar á sínum tíma var ég eini Íslendingurinn, sem ég þekkti, í bænum þar sem að ég bjó. Það hefur sýna kosti líka því þá er manni þvingað í það að læra tungumálið og annað. En við náum ótrúlega vel saman allir Íslendingarnir hér í Kristianstad og það eru algjör forréttindi. Eitthvað sem er alls ekki sjálfsagt þegar að maður fer erlendis í atvinnumennsku. Að vera með fullt af Íslendingum í kringum sig. Bæði í liðinu sem og í kringum liðið. Það gerir manni það auðveldara fyrir að líða eins og heima hjá sér þó svo að maður sé ekki í sínu heimalandi. Ég er bara með auka fjölskyldu hér úti. Okkur líður mjög vel saman. Það er geggjað og ég er mjög þakklát fyrir þau.“ Skoðar möguleikana Góðri frammistöðu fylgir aukinn áhugi og fyrir honum finnur Hlín og á tímapunkti þar sem að núverandi samningur hennar og Kristianstad er að renna sitt skeið. Hún íhugar nú stöðu sína. „Við erum að skoða hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er í viðræðum við Kristianstad en það hefur ekkert þannig komið út úr þeim viðræðum enn þá. Ég veit því ekki hvar ég verð á næsta tímabili. En það kemur í ljós. Ég er allavegana mjög sátt hjá Kristianstad akkúrat núna og gæti algjörlega hugsað mér að vera hér áfram.“ Hlín samdi á sínum tíma út tímabilið 2024 við Kristianstadkdff.nu Finnurðu fyrir því að frammistaða þín á tímabilinu hafi vakið áhuga á þér annars staðar frá? „Já ég finn alveg fyrir áhuga. Það eru einhver lið búin að sýna mér áhuga sem er mjög gaman. Þegar að maður spilar í deildinni þá byrja lið innan deildarinnar að sýna manni áhuga þegar að þau sjá mann. Það er alveg áhugi til staðar en ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvað ég muni gera í framhaldinu. Er bara skoða mína möguleika þessa dagana. Tímabilinu var náttúrulega bara að ljúka.“ Sænski boltinn Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Kristianstad endaði í fjórða sæti sænsku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og jafnaði stigamet sitt í deildinni upp á 52 stig en fjórða sætið nægði þó ekki til að uppfylla markmið liðsins. „Ég er mjög ánægð með margt á tímabilinu. Það er þó enn ekki hægt að segja að við höfum náð góðum árangri sem lið. Við vorum með markmið um að ná ofar í töflunni. Topp þrjú sætin gefa Evrópusæti, við misstum af því. En ég er samt mjög sátt með spilamennskuna okkar í langflestum leikjum. Það voru nokkrir leikir, fyrst og fremst beint eftir sumarfríið, þar sem að við vorum að hiksta. Töpuðum dýrmætum stigum þar en annars myndi ég segja að við höfum átt flott tímabil.“ „Okkur var ekki spáð svona ofarlega en við sem lið vorum búin að horfa á þetta þriðja sæti og við áttum raunhæfa möguleika á því mjög lengi. Það er smá svekkjandi. En við sýndum samt spilamennsku sem fór fram úr væntingum hjá utanaðkomandi aðilum.“ „Mjög mikill heiður“ Sjálf átti Hlín skínandi tímabil með fimmtán skoruð mörk og aðeins einu marki frá gullskó deildarinnar. Tvö af hennar mörkum eru tilnefnd í flokknum flottasta mark tímabilsins. Annað markið kom á útivelli gegn Hammarby en hitt á heimavelli gegn Djurgarden en mörkin má sjá hér fyrir neðan. Þá er Hlín sjálf tilnefnd sem besti sóknarmaður tímabilsins sem hún segir mikinn heiður en stóru orðin eru ekki spöruð í hennar garð í umsögn sem fylgdi tilnefningunni þar sem segir meðal annars að Hlín hafi borið lið Kristianstad á herðum sér allt tímabilið.. „Þetta er mjög mikill heiður. Að vera tilnefnd til verðlauna í þessari sterku deild þýðir að maður er að gera eitthvað rétt. Þetta er eitthvað sem ég hef verið tilnefnd til áður sem sýnir einnig að ég er að taka skref fram á við. Algjörlega mjög mikill heiður. Bæði fyrir mig en auðvitað einnig viðurkenning til liðsins og þjálfara minna einnig. Ég er mjög stolt af þessu.“ En hvort markið er meira í uppáhaldi? „Hammarby leikirnir á útivelli , bæði í ár sem og í fyrra, eru eftirminnilegustu augnablikin síðan að ég kom til Kristianstad. Ég held að Hammarby markið sé uppáhalds en Djurgarden markið var líka flott. Bæði mörk góð.“ Hlín fór á kostum með Kristianstad á nýafstöðnu tímabiliMynd: Kristianstad Raðað inn mörkum Þetta var þriðja tímabilið í röð sem að Hlín setur tíu eða fleiri mörk á einu og sama tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni. Tímabilið í ár það besta hingað til. „Nú hef ég spilað fjögur ár í Svíþjóð og í ár var ég klárlega að spila í besta liðinu síðan að ég kom hingað út. Ég hef svo sjálf verið að bæta mig og fæ mjög stórt hlutverk í liðinu sem gerir það að verkum að ég næ að gera „stig“ eins og maður segir í Svíþjóð. Semsagt skora mörk og gefa stoðsendingar. Ég held að það séu margir mismunandi þættir sem spila inn í þetta góða gengi. En fyrst og fremst höfum við bara verið að spila góðan sóknarbolta sem lið. Ég spilaði mest megnis á kantinum í fyrra líka en þá vorum við að spila, sérstaklega seinni hluta þess tímabils, án níu. Vorum ekki með einn eiginlegan framherja upp á toppi. Þess í stað vorum við tvær sem spiluðum á köntunum að spila sem fremstu menn. Núna höfum við verið að spila með framherja og ég hef verið úti á vinstri kanti.“ Engin meining á bak við þetta Hlín er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Kristianstad en þar er einnig að finna landsliðskonurnar Guðnýju Árnadóttur og Kötlu Tryggvadóttur og hafa þær slegið saman á létta strengi í gegnum tíðina. Eftir lokaleik Kristianstad í sænsku deildinni á dögunum birtist myndasería á samfélagsmiðlum félagsins þar sem að sjá mátti íslensku leikmennina í góðum gír og leit út fyrir að Guðný væri að biðja Hlínar. „Ég og Guðný erum bara trúlofaðar núna,“ segir Hlín og hlær aðspurð um það hvað hafi verið þarna á seiði. „Nei við fengum sem sagt bronsmedalíur eftir síðasta leik á laugardaginn og vorum bara að skemmta okkur aðeins. Við erum mjög mikið saman. Ég, Guðný og Katla og vissulega eru aðrir Íslendingar í kringum okkur líka. Beta og fjölskylda sem og íslenska sjúkraþjálfara og hennar fjölskyldu. Við eyðum mjög miklum tíma saman og erum bara eitthvað að spauga. Það er engin meining á bak við þetta.“ „Auka fjölskylda hér úti“ Hlín fer fögrum orðum um Íslendingasamfélagið í Kristianstad. „Þegar að ég fór fyrst út til Svíþjóðar á sínum tíma var ég eini Íslendingurinn, sem ég þekkti, í bænum þar sem að ég bjó. Það hefur sýna kosti líka því þá er manni þvingað í það að læra tungumálið og annað. En við náum ótrúlega vel saman allir Íslendingarnir hér í Kristianstad og það eru algjör forréttindi. Eitthvað sem er alls ekki sjálfsagt þegar að maður fer erlendis í atvinnumennsku. Að vera með fullt af Íslendingum í kringum sig. Bæði í liðinu sem og í kringum liðið. Það gerir manni það auðveldara fyrir að líða eins og heima hjá sér þó svo að maður sé ekki í sínu heimalandi. Ég er bara með auka fjölskyldu hér úti. Okkur líður mjög vel saman. Það er geggjað og ég er mjög þakklát fyrir þau.“ Skoðar möguleikana Góðri frammistöðu fylgir aukinn áhugi og fyrir honum finnur Hlín og á tímapunkti þar sem að núverandi samningur hennar og Kristianstad er að renna sitt skeið. Hún íhugar nú stöðu sína. „Við erum að skoða hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er í viðræðum við Kristianstad en það hefur ekkert þannig komið út úr þeim viðræðum enn þá. Ég veit því ekki hvar ég verð á næsta tímabili. En það kemur í ljós. Ég er allavegana mjög sátt hjá Kristianstad akkúrat núna og gæti algjörlega hugsað mér að vera hér áfram.“ Hlín samdi á sínum tíma út tímabilið 2024 við Kristianstadkdff.nu Finnurðu fyrir því að frammistaða þín á tímabilinu hafi vakið áhuga á þér annars staðar frá? „Já ég finn alveg fyrir áhuga. Það eru einhver lið búin að sýna mér áhuga sem er mjög gaman. Þegar að maður spilar í deildinni þá byrja lið innan deildarinnar að sýna manni áhuga þegar að þau sjá mann. Það er alveg áhugi til staðar en ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvað ég muni gera í framhaldinu. Er bara skoða mína möguleika þessa dagana. Tímabilinu var náttúrulega bara að ljúka.“
Sænski boltinn Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira