Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Undanfarið hefur umfjöllun um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks farið á flug. Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi. Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði. Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir. Lögin í dag hljóma svona: ,,Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“ (8.gr. Lög um mannanöfn). Með breytingunni munu lögin hljóma svona: ,, Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til foreldris foreldris síns.” Sem þýðir að þar er ömmu bætt við sem og kynsegin aðila sem á barnabarn. Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta. Viðreisn styður þetta frumvarp enda er frelsi ein af grunnstoðum flokksins. Það á við um þegar það skaðar ekki aðra. Í þessu tilfelli er verið að stuðla að auknu jafnrétti og verið að standa vörð um frelsi fólks. Það að einn hópur fái réttindi til jafns á við aðra hópa þýðir ekki skerðing á rétti annarra. Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið. Fulltrúar Viðreisnar eru tilbúin að taka spjallið og ræða þessi og fleiri frelsismál. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill að allir tilheyri og fái pláss, flokki sem stuðlar að frelsi og réttlæti. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mannanöfn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Undanfarið hefur umfjöllun um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks farið á flug. Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi. Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði. Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir. Lögin í dag hljóma svona: ,,Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“ (8.gr. Lög um mannanöfn). Með breytingunni munu lögin hljóma svona: ,, Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til foreldris foreldris síns.” Sem þýðir að þar er ömmu bætt við sem og kynsegin aðila sem á barnabarn. Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta. Viðreisn styður þetta frumvarp enda er frelsi ein af grunnstoðum flokksins. Það á við um þegar það skaðar ekki aðra. Í þessu tilfelli er verið að stuðla að auknu jafnrétti og verið að standa vörð um frelsi fólks. Það að einn hópur fái réttindi til jafns á við aðra hópa þýðir ekki skerðing á rétti annarra. Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið. Fulltrúar Viðreisnar eru tilbúin að taka spjallið og ræða þessi og fleiri frelsismál. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill að allir tilheyri og fái pláss, flokki sem stuðlar að frelsi og réttlæti. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar