Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2024 14:38 Donald Trump, verðandi forseti, á kosningafundi fyrr í nóvember. AP/Evan Vucci Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja. Blaðamenn Wall Street Journal hafa séð umrædd drög, sem voru samin af einum af mörgum stefnumótunarhópum sem starfa með aðlögunarteymi Trumps sem vinnur að myndun ríkisstjórnar hans. Samkvæmt drögunum yrðu herforingjar sem nefndin myndi benda á neyddir til að setjast í helgan stein innan þrjátíu daga. Ekki er ljóst á hverju nefndin mun byggja störf sín, verði forsetatilskipunin samþykkt af Trump, eða hvaða staðla herforingjar þyrftu að fylgja. Það seina sem stendur er að nefndin myndi kanna leiðtogahæfileika, viðbúnað og hernaðargetu. Sem forseti og æðsti leiðtogi herafla Bandaríkjanna mun Trump geta rekið þá herforingja sem hann vill. Í frétt WSJ segir hins vegar að stofnun nefndarinnar, sem skipuð yrði mönnum að hans vali, myndi fara fram hjá hefðbundnu ferli varnarmálaráðuneytisins varðandi það að hækka menn í tign og gefa til kynna að Trump hefði í hyggju að fara í hreinsanir í efstu stigum heraflans. Deildi oft við herforingja sína Í fyrstu forsetatíð hans skipaði Trump nokkra herforingja í embætti í ríkisstjórn. Þeirra á meðal voru James Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóri hans. Báðir hafa gagnrýnt Trump harðlega og Kelly sagði til að mynda skömmu fyrir kosningarnar að Trump félli undir skilgreiningu fasista. Sjá einnig: Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna Trump deildi einnig mjög við Mark Milley, fyrrverandi formann herforingjaráðs Bandaríkjanna, og hefur sagt að taka ætti Milley af lífi fyrir landráð. Trump mun eitt sinn hafa skammað Kelly og spurt hann af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. Eins og frægt er reyndu herforingjar Hitlers að ráða hann af dögum þann 20. júli 1944. Vill reynslulausan sjónvarpsmann við stýrið Trump tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að skipa sjónvarpsmanninn Pete Hegseth, sem vinnur hjá Fox og er einn stjórnanda Fox and Friends, í embætti varnarmálaráðherra. AP fréttaveitan segir þær fregnir hafa komið starfsmönnum varnarmálaráðuneytisins og embættismönnum í Washington DC verulega á óvart. Trump hefur verið tíður gestur í Fox and Friends á undanförnum árum og myndað vinabönd við Hegseth. Hegseth er uppgjafahermaður en er að öðru leyti talinn frekar reynslulaus fyrir embætti varnarmálaráðherra. Sjónvarpsmaðurinn hefur áður sagt að hann sé verulega mótfallinn því sem hann og aðrir kalla „woke“ verkefni innan hersins, þar sem ýtt er undir jafnrétti og jafna þátttöku, og að reka eigi alla herforingja sem komið hafa að slíkum verkefnum. Hann hefur einnig gefið til kynna að hann sé mótfallinn því að konur fái að taka þátt í bardögum. Meðal annars hefur Hegseth sagt að fjölbreytileiki í hernum sé styrkleiki, í því samhengi að hvítir menn og menn úr minnihlutahópum geti staðið sig svipað vel í átökum, þá eigi það sama ekki við konur. Hegseth hefur einnig hvatt til þess að náða hermenn sem sakfelldir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það gerði Trump árið 2019, þegar hann náðaði þrjá menn sem höfðu verið sakaði og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Sjá einnig: Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að reynsluleysi Hegseth gæti komið niður á möguleikum hans á því að komast í gegnum öldungadeildina, sem þarf mögulega að staðfesta tilnefningu hans í embætti. „Ég held að Trump sé þreyttur á því að slást við varnarmálaráðherra sína og hafi valið einn sem er honum hliðhollur,“ sagði sérfræðingurinn. Trump hefur kallað eftir því að næsti leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem valinn verður í dag, muni færa tálma úr vegi hans og gera honum kleift að tilnefna menn í embætti án aðkomu þingsins. Embættismenn í ráðuneytinu sögðu í samtali við blaðamenn AP að þeir óttist að reynsluleysi Hegseth gæti komið niður á starfi ráðuneytisins, þar sem hann hafi enga reynslu af því að stýra svo stóru batteríi. Varnarmálaráðuneytið fær meira en átta hundruð milljarða dali á ári og undir ráðuneytinu starfa um 1,3 milljónir hermanna og 1,4 milljónir í þjóðvarðliði, varaliði og óbreyttir borgarar um heiminn allan. Þá standa Bandaríkjamenn frammi fyrir margvíslegum vandamálum á heimsvísu. Má þar nefna átök í Mið-Austurlöndum og í Úkraínu, aukið samstarf Rússlands og Norður-Kóreu, auk aukinnar samkeppni við Kína. Þá þurfa Bandaríkjamenn einnig að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og eldflaugavarnir, auk þess sem bæta þarf hergagnaiðnað landsins svo hann anni mikilli eftirspurn þessa dagana. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Tengdar fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. 13. nóvember 2024 11:52 Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. 11. nóvember 2024 15:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Blaðamenn Wall Street Journal hafa séð umrædd drög, sem voru samin af einum af mörgum stefnumótunarhópum sem starfa með aðlögunarteymi Trumps sem vinnur að myndun ríkisstjórnar hans. Samkvæmt drögunum yrðu herforingjar sem nefndin myndi benda á neyddir til að setjast í helgan stein innan þrjátíu daga. Ekki er ljóst á hverju nefndin mun byggja störf sín, verði forsetatilskipunin samþykkt af Trump, eða hvaða staðla herforingjar þyrftu að fylgja. Það seina sem stendur er að nefndin myndi kanna leiðtogahæfileika, viðbúnað og hernaðargetu. Sem forseti og æðsti leiðtogi herafla Bandaríkjanna mun Trump geta rekið þá herforingja sem hann vill. Í frétt WSJ segir hins vegar að stofnun nefndarinnar, sem skipuð yrði mönnum að hans vali, myndi fara fram hjá hefðbundnu ferli varnarmálaráðuneytisins varðandi það að hækka menn í tign og gefa til kynna að Trump hefði í hyggju að fara í hreinsanir í efstu stigum heraflans. Deildi oft við herforingja sína Í fyrstu forsetatíð hans skipaði Trump nokkra herforingja í embætti í ríkisstjórn. Þeirra á meðal voru James Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóri hans. Báðir hafa gagnrýnt Trump harðlega og Kelly sagði til að mynda skömmu fyrir kosningarnar að Trump félli undir skilgreiningu fasista. Sjá einnig: Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna Trump deildi einnig mjög við Mark Milley, fyrrverandi formann herforingjaráðs Bandaríkjanna, og hefur sagt að taka ætti Milley af lífi fyrir landráð. Trump mun eitt sinn hafa skammað Kelly og spurt hann af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. Eins og frægt er reyndu herforingjar Hitlers að ráða hann af dögum þann 20. júli 1944. Vill reynslulausan sjónvarpsmann við stýrið Trump tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að skipa sjónvarpsmanninn Pete Hegseth, sem vinnur hjá Fox og er einn stjórnanda Fox and Friends, í embætti varnarmálaráðherra. AP fréttaveitan segir þær fregnir hafa komið starfsmönnum varnarmálaráðuneytisins og embættismönnum í Washington DC verulega á óvart. Trump hefur verið tíður gestur í Fox and Friends á undanförnum árum og myndað vinabönd við Hegseth. Hegseth er uppgjafahermaður en er að öðru leyti talinn frekar reynslulaus fyrir embætti varnarmálaráðherra. Sjónvarpsmaðurinn hefur áður sagt að hann sé verulega mótfallinn því sem hann og aðrir kalla „woke“ verkefni innan hersins, þar sem ýtt er undir jafnrétti og jafna þátttöku, og að reka eigi alla herforingja sem komið hafa að slíkum verkefnum. Hann hefur einnig gefið til kynna að hann sé mótfallinn því að konur fái að taka þátt í bardögum. Meðal annars hefur Hegseth sagt að fjölbreytileiki í hernum sé styrkleiki, í því samhengi að hvítir menn og menn úr minnihlutahópum geti staðið sig svipað vel í átökum, þá eigi það sama ekki við konur. Hegseth hefur einnig hvatt til þess að náða hermenn sem sakfelldir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það gerði Trump árið 2019, þegar hann náðaði þrjá menn sem höfðu verið sakaði og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Sjá einnig: Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að reynsluleysi Hegseth gæti komið niður á möguleikum hans á því að komast í gegnum öldungadeildina, sem þarf mögulega að staðfesta tilnefningu hans í embætti. „Ég held að Trump sé þreyttur á því að slást við varnarmálaráðherra sína og hafi valið einn sem er honum hliðhollur,“ sagði sérfræðingurinn. Trump hefur kallað eftir því að næsti leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem valinn verður í dag, muni færa tálma úr vegi hans og gera honum kleift að tilnefna menn í embætti án aðkomu þingsins. Embættismenn í ráðuneytinu sögðu í samtali við blaðamenn AP að þeir óttist að reynsluleysi Hegseth gæti komið niður á starfi ráðuneytisins, þar sem hann hafi enga reynslu af því að stýra svo stóru batteríi. Varnarmálaráðuneytið fær meira en átta hundruð milljarða dali á ári og undir ráðuneytinu starfa um 1,3 milljónir hermanna og 1,4 milljónir í þjóðvarðliði, varaliði og óbreyttir borgarar um heiminn allan. Þá standa Bandaríkjamenn frammi fyrir margvíslegum vandamálum á heimsvísu. Má þar nefna átök í Mið-Austurlöndum og í Úkraínu, aukið samstarf Rússlands og Norður-Kóreu, auk aukinnar samkeppni við Kína. Þá þurfa Bandaríkjamenn einnig að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og eldflaugavarnir, auk þess sem bæta þarf hergagnaiðnað landsins svo hann anni mikilli eftirspurn þessa dagana.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Tengdar fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. 13. nóvember 2024 11:52 Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. 11. nóvember 2024 15:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. 13. nóvember 2024 11:52
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20
Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. 11. nóvember 2024 15:24