Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 23:31 Cristiano Ronaldo er enn í frábæru líkamlegu formi þrátt fyrir að það séu bara nokkrir mánuðir í það að hann komist á fimmtugsaldurinn. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo hefur enn það markmið að skora þúsund mörk á ferlinum en viðurkennir þó að tíminn sé orðinn knappur fyrir hann til að ná því. Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira