Steig á tána á Mike Tyson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 17:32 Jake Paul sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir þessum kinnhesti frá Mike Tyson en trúir því einhver? Getty/ Stephen McCarthy Mike Tyson hefur nú útskýrt það af hverju hann snöggreiddist í gær og gaf Jake Paul vænan kinnhest á vigtuninni fyrir bardaga þeirra í nótt. Félagarnir mætast i hringnum í Texas og það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill á þessum stórfurðulega bardaga þar sem Youtube stjarna á þrítugsaldri mætir 58 ára gömlum fyrrum heimsmeistara í hringnum. Talið er um að Tyson fái tuttugu milljónir dollara fyrir bardagann, 2,7 milljarða, en Jake Paul tvöfalt meira eða 5,5 milljarða í íslenskum krónum. Áhuginn minnkaði ekki eftir lætin í gær þar sem Jake Paul skreið upp að Tyson sem skyndilega ákvað að slá hann á kinnina þegar þeir stóðu andspænis hvorum öðrum. Einhverjir héldu eflaust að Tyson hafi talið að Jake Paul hafi verið að sýna honum óvirðingu en það hefur svo sem verið nóg af því í aðdraganda bardagans. Ástæðan var hins vegar allt önnur. „Hann seig á tána mína af því að hann er helvítis fífl. Ég fann vel fyrir þessu og ég varð að bregðast við,“ sagði Mike Tyson. Jake Paul er þekktur fyrir að taka upp á alls konar hlutum í aðdraganda bardaga sinna og það kæmi ekki mikið á óvart ef hann hefði ekki æft þetta fyrir fram. Allt til þess að fá sterk viðbrögð frá hinum reynda Tyson. Jake Paul er að keppa við hnefaleikagoðsögn en Tyson kemst á sjötugsaldurinn eftir bara tvö ár. Paul er samt sannfærður að það skipti engu máli. Hann er þrjátíu árum yngri. „Ég trúi því að ég gæti unnið Mike Tyson sama hvenær á hans ferli við myndum berjast,“ sagði Jake Paul. Tyson var margfaldur heimsmeistari þegar hann var upp á sitt besta og rotaði þá mann og annan í hringnum. Við fáum víst aldrei að vita svarið við þessu en það er eins gott fyrir Paul að hann vinni þá Tyson þegar hann er 58 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Box Tengdar fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03 Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56 Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Sjá meira
Félagarnir mætast i hringnum í Texas og það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill á þessum stórfurðulega bardaga þar sem Youtube stjarna á þrítugsaldri mætir 58 ára gömlum fyrrum heimsmeistara í hringnum. Talið er um að Tyson fái tuttugu milljónir dollara fyrir bardagann, 2,7 milljarða, en Jake Paul tvöfalt meira eða 5,5 milljarða í íslenskum krónum. Áhuginn minnkaði ekki eftir lætin í gær þar sem Jake Paul skreið upp að Tyson sem skyndilega ákvað að slá hann á kinnina þegar þeir stóðu andspænis hvorum öðrum. Einhverjir héldu eflaust að Tyson hafi talið að Jake Paul hafi verið að sýna honum óvirðingu en það hefur svo sem verið nóg af því í aðdraganda bardagans. Ástæðan var hins vegar allt önnur. „Hann seig á tána mína af því að hann er helvítis fífl. Ég fann vel fyrir þessu og ég varð að bregðast við,“ sagði Mike Tyson. Jake Paul er þekktur fyrir að taka upp á alls konar hlutum í aðdraganda bardaga sinna og það kæmi ekki mikið á óvart ef hann hefði ekki æft þetta fyrir fram. Allt til þess að fá sterk viðbrögð frá hinum reynda Tyson. Jake Paul er að keppa við hnefaleikagoðsögn en Tyson kemst á sjötugsaldurinn eftir bara tvö ár. Paul er samt sannfærður að það skipti engu máli. Hann er þrjátíu árum yngri. „Ég trúi því að ég gæti unnið Mike Tyson sama hvenær á hans ferli við myndum berjast,“ sagði Jake Paul. Tyson var margfaldur heimsmeistari þegar hann var upp á sitt besta og rotaði þá mann og annan í hringnum. Við fáum víst aldrei að vita svarið við þessu en það er eins gott fyrir Paul að hann vinni þá Tyson þegar hann er 58 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Box Tengdar fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03 Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56 Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Sjá meira
Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03
Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56
Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02