Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 17:07 Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Vísir/Arnar Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum sennilega fordæmalausan. Hann segir dóminn réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. „Ég var mjög ánægður með niðurstöðu þessa dóms. Það hefur ekki legið ljóst fyrir hingað til að dómstólar gætu dæmt um vinnubrögð Alþingis. Það hafa fallið dómar um stjórnarskrárfestu laga, það er hvort þeir brjóti í bága við stjórnarskrá efnislega. Það hefur verið dæmt um embættistakmörk en þarna virðist rétturinn brjóta blað. Þetta er sennilega fordæmalaust,“ segir Haukur. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“ Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. „Ég var mjög ánægður með niðurstöðu þessa dóms. Það hefur ekki legið ljóst fyrir hingað til að dómstólar gætu dæmt um vinnubrögð Alþingis. Það hafa fallið dómar um stjórnarskrárfestu laga, það er hvort þeir brjóti í bága við stjórnarskrá efnislega. Það hefur verið dæmt um embættistakmörk en þarna virðist rétturinn brjóta blað. Þetta er sennilega fordæmalaust,“ segir Haukur. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“
Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira