Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 08:46 Gisele Pelicot ásamt eldri börnum sínum, Caroline og David. Getty/Arnold Jerocki Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira