Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:03 Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Fjársterkum aðilum stóðu til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti að undaförnu greiðslumati sem almenningur komst oft ekki í gegn um. Þetta gerði það að verkum að braskarar sem lögðu saman í „púkkið“ gátu hagnast verulega. Hver er skýringin á háu fasteignaverði? Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, án bílastæða, það þurfi að þétta byggð, og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis, sem hefur ekki raungerst hingað til. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Lóðaframboð þarf að vera meira en eftirspurn. Hvernig leysum við vandamálið ? Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Foreldrum og fjölskyldum með fleira en eitt barn dugar stundum ekki að minnka við sig til að hjálpa börnunum. Það þarf mikið eigið fé í útborgun, meira en hægt er að nokkur vinnandi maður geti lagt fyrir, jafnvel með aðstoð. Miðflokkurinn hefur lagt til 14 lausnir fyrir húsnæðismarkaðinn.Þar á meðal um að fyrirkomulag hlutdeildarlána verði lagfært auk þess sem lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum verður heimilað að veita hlutdeildarlán.Þá verði komið á kynslóðabrú svokallaðri. Kynslóðabrú gengur út á það að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirframgreiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Samhliða þessu verði frítekjumark erfðafjárskatt hækkað svo ríkið taki ekki af upphæðinni. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Fjársterkum aðilum stóðu til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti að undaförnu greiðslumati sem almenningur komst oft ekki í gegn um. Þetta gerði það að verkum að braskarar sem lögðu saman í „púkkið“ gátu hagnast verulega. Hver er skýringin á háu fasteignaverði? Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, án bílastæða, það þurfi að þétta byggð, og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis, sem hefur ekki raungerst hingað til. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Lóðaframboð þarf að vera meira en eftirspurn. Hvernig leysum við vandamálið ? Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Foreldrum og fjölskyldum með fleira en eitt barn dugar stundum ekki að minnka við sig til að hjálpa börnunum. Það þarf mikið eigið fé í útborgun, meira en hægt er að nokkur vinnandi maður geti lagt fyrir, jafnvel með aðstoð. Miðflokkurinn hefur lagt til 14 lausnir fyrir húsnæðismarkaðinn.Þar á meðal um að fyrirkomulag hlutdeildarlána verði lagfært auk þess sem lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum verður heimilað að veita hlutdeildarlán.Þá verði komið á kynslóðabrú svokallaðri. Kynslóðabrú gengur út á það að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirframgreiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Samhliða þessu verði frítekjumark erfðafjárskatt hækkað svo ríkið taki ekki af upphæðinni. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar