Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar 21. nóvember 2024 10:16 Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Við þurfum að sameinast um það verkefni að tryggja það að Ágúst Bjarni haldi sínu þingsæti sem þingmaður Suðvesturkjördæmis, þingmaður Hafnfirðinga, þingmaður fyrir landið allt! Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ágúst Bjarni svo sannarlega látið að sér kveða í stjórnmálum. Var kosinn í bæjarstjórn í Hafnarfirði árið 2018. Meðan hann var bæjarfulltrúi þá gegndi hann m.a. formennsku í bæjarráði og varaformennsku í skipulags- og byggingarráði. Haustið 2021 var hann svo kosinn á þing. Hans helstu baráttumál hafa verið málefni fjölskyldna í víðu samhengi sem og húsnæðismál. Í Hafnarfirði vann hann ötullega að því að lækka álögur á fjölskyldufólk og sést það m.a. í dag á þeim myndarlegu systkinaafsláttum sem eru í leik- og grunnskólum. Hann fór af krafti inn í skipulagsmálin og vann vel með samstarfsfólki sínu í bæjarstjórn og skipulagsyfirvöldum að því að leysa þann hnút sem komin var í uppbyggingu í Skarðshlíð. Allt fór á blússandi ferð og það hverfi byggðist hratt og svo í framhaldi Hamranes sem er í byggingu. Á liðnu kjörtímabili má með sanni segja að Ágúst Bjarni hafi verið iðinn og duglegur. Hann hefur lagt fram ýmsar lausnir í húsnæðismálum og þreytist ekki á að ræða mikilvægi þess fyrir alla, sérstaklega fyrir fyrstu kaupendur. Hann hélt, að eigin frumkvæði, opinn fund um húsnæðismál í haust. Fullt var út úr dyrum og eru allir sammála um hversu góður og gagnlegur sá fundur hafi verið. Ágúst hefur einlægan áhuga á fólki og fer um allt kjördæmið til að hitta fólk á fundum, í fyrirtækjum eða einfaldlega á förnum vegi. Og þetta gerir hann ekki bara fyrir kosningar heldur allt kjörtímabilið. Eða eins og hann sjálfur segir: ,,Ég þarf að vita hvað brennur á fólki“. Duglegri þingmaður er vandfundinn. Setur sig inn í öll mál og er óhræddur að segja sína skoðun og standa með henni. Íbúar í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Kjósarhreppi og Mosfellsbæ, sameinumst um þetta verkefni og setjum X við B. Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Garðarsson. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Við þurfum að sameinast um það verkefni að tryggja það að Ágúst Bjarni haldi sínu þingsæti sem þingmaður Suðvesturkjördæmis, þingmaður Hafnfirðinga, þingmaður fyrir landið allt! Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ágúst Bjarni svo sannarlega látið að sér kveða í stjórnmálum. Var kosinn í bæjarstjórn í Hafnarfirði árið 2018. Meðan hann var bæjarfulltrúi þá gegndi hann m.a. formennsku í bæjarráði og varaformennsku í skipulags- og byggingarráði. Haustið 2021 var hann svo kosinn á þing. Hans helstu baráttumál hafa verið málefni fjölskyldna í víðu samhengi sem og húsnæðismál. Í Hafnarfirði vann hann ötullega að því að lækka álögur á fjölskyldufólk og sést það m.a. í dag á þeim myndarlegu systkinaafsláttum sem eru í leik- og grunnskólum. Hann fór af krafti inn í skipulagsmálin og vann vel með samstarfsfólki sínu í bæjarstjórn og skipulagsyfirvöldum að því að leysa þann hnút sem komin var í uppbyggingu í Skarðshlíð. Allt fór á blússandi ferð og það hverfi byggðist hratt og svo í framhaldi Hamranes sem er í byggingu. Á liðnu kjörtímabili má með sanni segja að Ágúst Bjarni hafi verið iðinn og duglegur. Hann hefur lagt fram ýmsar lausnir í húsnæðismálum og þreytist ekki á að ræða mikilvægi þess fyrir alla, sérstaklega fyrir fyrstu kaupendur. Hann hélt, að eigin frumkvæði, opinn fund um húsnæðismál í haust. Fullt var út úr dyrum og eru allir sammála um hversu góður og gagnlegur sá fundur hafi verið. Ágúst hefur einlægan áhuga á fólki og fer um allt kjördæmið til að hitta fólk á fundum, í fyrirtækjum eða einfaldlega á förnum vegi. Og þetta gerir hann ekki bara fyrir kosningar heldur allt kjörtímabilið. Eða eins og hann sjálfur segir: ,,Ég þarf að vita hvað brennur á fólki“. Duglegri þingmaður er vandfundinn. Setur sig inn í öll mál og er óhræddur að segja sína skoðun og standa með henni. Íbúar í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Kjósarhreppi og Mosfellsbæ, sameinumst um þetta verkefni og setjum X við B. Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Garðarsson. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar