Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar 21. nóvember 2024 10:47 Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar