Skoðun

Að kjósa með nú­tíma hugsunar­hætti

Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar

Kosningarnar sem standa nú yfir má líkja við sætisbeltaljós í miðri ókyrrð. Hvað á að kjósa þegar fjármál landsins, skólamál, geðheilbrigðismál og umhverfismál eru öll í hnút? Flokkarnir lofa öllu fögru en hvað ætla þau að standa við, hvernig getum við vitað betur? Umhverfismál eru kannski ekki það fyrsta sem þú skoðar en það er góð vísbending á það fyrir hverja flokkarnir eru að berjast. Ef þeim er skítsama um umhverfið eru þeir sannarlega ekki að berjast fyrir framtíð næstu kynslóða. Ef stefnuskráin segir ekkert um verndun auðlinda okkar eða loftlags, þá er líklegt að hún sé gerð fyrir olíufursta og útrásarvíkinga. Því vil ég benda þér á að ef þú ert ekki eitt af ofantöldu…. Þá eru þeir ekki að berjast með þig í huga.

Það er engin árás fólgin í því að segja að við getum gert betur heldur er það áminning. Áminning á það að við erum ótrúleg tegund sem getur svo margt. Við náðum að gera jörðina að okkar leikvelli á örfáum öldum en til þess að eyðileggja ekki þennan leikvöll á næstu árum þarf að endurhugsa hvernig við förum með hann.

Ég vil ekki að allir hugsi eins og ég en þó óska ég þess að ég fái að vera lítill partur af hugsunum allra. Drastískar breytingar eru ekki í kortunum hjá þér á næstunni en spurðu þig af hverju þú gerir hlutina eins og þú gerir þá.

Fyrir fólk eins og mig(og öll hin sem eru líka vel þenkjandi og forvitin) vil ég minna á Sólina sem kemur út um helgina. Hvað er betra en að sjá einfaldan einkunnaskala þar sem sérfræðingar hafa fengið að dýfa sér í málefni flokkanna.

23.nóvember í beinu streymi. Meira má sjá um það á vefsíðu ungra umhverfissinna.

Enginn er að segja þér að vera ég en ég hvet þig til að opna huga þinn og líta á þetta sem tækifæri til að velja fyrir þig sem og afkomendur þína.

Höfundur er ungmennafulltrúi sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×