Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2024 10:30 Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember 2024. Þá er mikilvægt að staldra við, íhuga vandlega og spyrja: Hvert ætlum við að stefna? Og hvert erum við að fara? Frá stofnun lýðveldisins hefur Ísland lagt áherslu á sjálfstæði sitt og sterka stöðu sem fullvalda ríki. Sjálfstæði hefur ekki aðeins verið hornsteinn íslenskrar þjóðar heldur einnig lykillinn að velgengni hennar á sviði efnahags, menningar og auðlindarmála. Það er sú sýn sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í áratugi. Þessi afstaða byggir ekki á tilfinningum heldur á skynsamlegri greiningu og sögulegri reynslu, sem hefur sannað gildi sitt. Af hverju standa utan ESB? Ísland hefur byggt upp sterka stöðu sem smáríki sem ræður eigin málum. Fyrirmyndir okkar í þessu efni eru lönd eins og Noregur og Sviss, sem bæði njóta meiri hagvaxtar og betri kaupmáttar en mörg aðildarríki Evrópusambandsins. Þessi lönd hafa sýnt að það er hægt að tryggja efnahagslegan stöðugleika án þess að ganga í sambandið. Þau halda sjálfstæði í mikilvægum málaflokkum, svo sem í sjávarútvegi og viðskiptasamningum, og hafa þar af leiðandi sveigjanleika til að bregðast við áskorunum og nýta tækifæri á eigin forsendum. Fyrir Ísland, sem er ríkt af náttúruauðlindum, sérstaklega í sjávarútvegi, væri aðild að ESB skaðleg. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að fylgja sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, sem myndi skerða rétt okkar til að stýra nýtingu fiskistofna í eigin lögsögu. Hvað myndi Ísland fá í ESB? Ein röksemd fyrir inngöngu í Evrópusambandið er aukin aðkoma að ákvarðanatöku innan Evrópu. En sú aðkoma er í raun lítil fyrir smærri lönd. Ísland, með tæplega 400.000 íbúa, myndi aðeins fá sex þingmenn á Evrópuþingið – sex röddum af samtals 705. Í reynd væri rödd Íslands því lítil og áhrifamátturinn takmarkaður. Sjálfstæði og sveigjanleiki eru styrkleikar Þrátt fyrir að ESB sé oft talið grundvöllur efnahagslegs stöðugleika sýnir reynslan að mörg aðildarríki sambandsins glíma við alvarleg efnahagsvandamál, svo sem háa atvinnuleysistíðni og hægan hagvöxt. Íslenska hagkerfið hefur, með sínum sveigjanleika, sannað getu sína til að sigrast á áskorunum með sjálfstæðum ákvörðunum. Þetta kom glöggt í ljós eftir fjármálahrunið, þegar Ísland náði að endurreisa hagkerfið á eigin forsendum. Framtíðin byggð á þjóðlegum grunni Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að framtíð Íslands byggist á áframhaldandi sjálfstæði og styrk sambands við þau lönd sem við deilum sameiginlegum gildum með. Að byggja framtíðina á hagsmunum þjóðarinnar tryggir stöðugleika, sjálfbærni og hagsæld fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur sannað að það getur staðið á eigin fótum – og það er leiðin fram á við. Við eigum ekki að bindast böndum sem skerða sjálfstæði okkar. Þess í stað eigum við að efla tengsl við önnur sjálfstæð ríki og tryggja áframhaldandi hagsæld með því að halda þeirri stefnu sem hefur reynst okkur vel. Stöndum vörð um fullveldið. Setjum X við B og tryggjum íslenska framtíð á þjóðlegum grunni. „Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,Fylgja í verki sannfæringu sinniSigurviss, þó freistingarnar ginni.“ - Árni Grétar Finnsson Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember 2024. Þá er mikilvægt að staldra við, íhuga vandlega og spyrja: Hvert ætlum við að stefna? Og hvert erum við að fara? Frá stofnun lýðveldisins hefur Ísland lagt áherslu á sjálfstæði sitt og sterka stöðu sem fullvalda ríki. Sjálfstæði hefur ekki aðeins verið hornsteinn íslenskrar þjóðar heldur einnig lykillinn að velgengni hennar á sviði efnahags, menningar og auðlindarmála. Það er sú sýn sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í áratugi. Þessi afstaða byggir ekki á tilfinningum heldur á skynsamlegri greiningu og sögulegri reynslu, sem hefur sannað gildi sitt. Af hverju standa utan ESB? Ísland hefur byggt upp sterka stöðu sem smáríki sem ræður eigin málum. Fyrirmyndir okkar í þessu efni eru lönd eins og Noregur og Sviss, sem bæði njóta meiri hagvaxtar og betri kaupmáttar en mörg aðildarríki Evrópusambandsins. Þessi lönd hafa sýnt að það er hægt að tryggja efnahagslegan stöðugleika án þess að ganga í sambandið. Þau halda sjálfstæði í mikilvægum málaflokkum, svo sem í sjávarútvegi og viðskiptasamningum, og hafa þar af leiðandi sveigjanleika til að bregðast við áskorunum og nýta tækifæri á eigin forsendum. Fyrir Ísland, sem er ríkt af náttúruauðlindum, sérstaklega í sjávarútvegi, væri aðild að ESB skaðleg. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að fylgja sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, sem myndi skerða rétt okkar til að stýra nýtingu fiskistofna í eigin lögsögu. Hvað myndi Ísland fá í ESB? Ein röksemd fyrir inngöngu í Evrópusambandið er aukin aðkoma að ákvarðanatöku innan Evrópu. En sú aðkoma er í raun lítil fyrir smærri lönd. Ísland, með tæplega 400.000 íbúa, myndi aðeins fá sex þingmenn á Evrópuþingið – sex röddum af samtals 705. Í reynd væri rödd Íslands því lítil og áhrifamátturinn takmarkaður. Sjálfstæði og sveigjanleiki eru styrkleikar Þrátt fyrir að ESB sé oft talið grundvöllur efnahagslegs stöðugleika sýnir reynslan að mörg aðildarríki sambandsins glíma við alvarleg efnahagsvandamál, svo sem háa atvinnuleysistíðni og hægan hagvöxt. Íslenska hagkerfið hefur, með sínum sveigjanleika, sannað getu sína til að sigrast á áskorunum með sjálfstæðum ákvörðunum. Þetta kom glöggt í ljós eftir fjármálahrunið, þegar Ísland náði að endurreisa hagkerfið á eigin forsendum. Framtíðin byggð á þjóðlegum grunni Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að framtíð Íslands byggist á áframhaldandi sjálfstæði og styrk sambands við þau lönd sem við deilum sameiginlegum gildum með. Að byggja framtíðina á hagsmunum þjóðarinnar tryggir stöðugleika, sjálfbærni og hagsæld fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur sannað að það getur staðið á eigin fótum – og það er leiðin fram á við. Við eigum ekki að bindast böndum sem skerða sjálfstæði okkar. Þess í stað eigum við að efla tengsl við önnur sjálfstæð ríki og tryggja áframhaldandi hagsæld með því að halda þeirri stefnu sem hefur reynst okkur vel. Stöndum vörð um fullveldið. Setjum X við B og tryggjum íslenska framtíð á þjóðlegum grunni. „Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,Fylgja í verki sannfæringu sinniSigurviss, þó freistingarnar ginni.“ - Árni Grétar Finnsson Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
„Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,Fylgja í verki sannfæringu sinniSigurviss, þó freistingarnar ginni.“ - Árni Grétar Finnsson
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar