„Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 14:32 Tryggvi í baráttunni í leik Íslands við Tyrkland. Serhat Cagdas/Anadolu Agency via Getty Images Tryggvi Snær Hlinason er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Ítalíu í undankeppni EuroBasket á næsta ári. Liðin mætast í Laugardalshöll í kvöld. Tryggvi leikur með liði Bilbao á Spáni en hann skipti til liðsins á síðasta ári frá Zaragoza. Hann nýtur sín vel í Baskalandi. „Það gengur ágætlega í deildinni til þessa. Við erum svo sem búnir að tapa nokkrum leikjum núna í röð en fyrir utan það er þetta bara gott. Bilbao er næs og liðið gott,“ segir Tryggvi og bætir við: „Það gengur vel, persónlega sérstaklega. Þetta hafi verið 3-4 leikir sem við höfum misst frá okkur. Leiki sem maður ætti að vinna en missum frá okkur í lokin. Það er leiðinlegt en ég treysti á að við höldum áfram að róa í sömu átt og vinnum fleiri leiki.“ Tryggvi verður með landsliðinu sem mætir Ítalíu í höllinni í kvöld. Strákarnir þekkja ágætlega til enda unnu þeir frækinn sigur á Ítölum í Ólafssal fyrir örfáum árum og svipað ítalskt lið sem mætir til leiks í kvöld. „Við vitum alveg hverju við eigum að búast við. En Ítalirnir að einhverju leyti þekkja okkur líka og við gerum ráð fyrir að þeir mæti brjálaðir hérna eftir síðasta leik hér heima,“ segir Tryggvi. Klippa: „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ísland er með þrjú stig eftir sigur á Ungverjum og naumt tap fyrir Tyrkjum ytra í fyrstu tveimur leikjum riðilsins í mars. Þrjú lið af fjórum fara á EM á næsta ári og Tryggvi segir tíma kominn til, enda Ísland verið nærri stórmótasæti síðustu ár, en ekki komist á lokamót frá 2017. „Það eru náttúrulega bara tveir leikir búnir og liðin á svipuðum stað. Þetta var mjög grátlegt þarna í Tyrklandi, að tapa svona stórum leik úti. Svona er bara körfuboltinn, þetta er bæði fallegt og leiðinlegt. En það er bara gott að spila aftur við Ítalina hérna heima,“ „Ég held það sé löngu kominn tími til að fara á EuroBasket. Ég held það séu sjö eða átta ár síðan við fórum síðast og það er löngu kominn tími til að fara aftur,“ segir Tryggvi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Tryggvi leikur með liði Bilbao á Spáni en hann skipti til liðsins á síðasta ári frá Zaragoza. Hann nýtur sín vel í Baskalandi. „Það gengur ágætlega í deildinni til þessa. Við erum svo sem búnir að tapa nokkrum leikjum núna í röð en fyrir utan það er þetta bara gott. Bilbao er næs og liðið gott,“ segir Tryggvi og bætir við: „Það gengur vel, persónlega sérstaklega. Þetta hafi verið 3-4 leikir sem við höfum misst frá okkur. Leiki sem maður ætti að vinna en missum frá okkur í lokin. Það er leiðinlegt en ég treysti á að við höldum áfram að róa í sömu átt og vinnum fleiri leiki.“ Tryggvi verður með landsliðinu sem mætir Ítalíu í höllinni í kvöld. Strákarnir þekkja ágætlega til enda unnu þeir frækinn sigur á Ítölum í Ólafssal fyrir örfáum árum og svipað ítalskt lið sem mætir til leiks í kvöld. „Við vitum alveg hverju við eigum að búast við. En Ítalirnir að einhverju leyti þekkja okkur líka og við gerum ráð fyrir að þeir mæti brjálaðir hérna eftir síðasta leik hér heima,“ segir Tryggvi. Klippa: „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ísland er með þrjú stig eftir sigur á Ungverjum og naumt tap fyrir Tyrkjum ytra í fyrstu tveimur leikjum riðilsins í mars. Þrjú lið af fjórum fara á EM á næsta ári og Tryggvi segir tíma kominn til, enda Ísland verið nærri stórmótasæti síðustu ár, en ekki komist á lokamót frá 2017. „Það eru náttúrulega bara tveir leikir búnir og liðin á svipuðum stað. Þetta var mjög grátlegt þarna í Tyrklandi, að tapa svona stórum leik úti. Svona er bara körfuboltinn, þetta er bæði fallegt og leiðinlegt. En það er bara gott að spila aftur við Ítalina hérna heima,“ „Ég held það sé löngu kominn tími til að fara á EuroBasket. Ég held það séu sjö eða átta ár síðan við fórum síðast og það er löngu kominn tími til að fara aftur,“ segir Tryggvi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46
Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33