Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar 24. nóvember 2024 11:15 Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar