Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir, Magnús Hilmar Helgason og Vignir Steinþór Halldórsson skrifa 25. nóvember 2024 11:22 Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar