Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar 25. nóvember 2024 13:33 Meðferð svína og annarra eldisdýra er svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núlifandi kynslóða með velþóknun. Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru. Þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði kemur á óvart hve mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlaus. Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin. Margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni, láta sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra. Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin. En nú líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum. Fórnarlömb veisluhaldanna eru oftar en ekki eldisdýrin blessuð, svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum. Aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hefur valdið því að ungt og vel gert fólk hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir aukinni velferð dýra. Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum. Höfundur er tækniþróunarstjóri. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Meðferð svína og annarra eldisdýra er svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núlifandi kynslóða með velþóknun. Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru. Þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði kemur á óvart hve mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlaus. Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin. Margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni, láta sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra. Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin. En nú líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum. Fórnarlömb veisluhaldanna eru oftar en ekki eldisdýrin blessuð, svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum. Aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hefur valdið því að ungt og vel gert fólk hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir aukinni velferð dýra. Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum. Höfundur er tækniþróunarstjóri. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar