XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson og Kári Allansson skrifa 26. nóvember 2024 14:42 Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar