Lífið

Kosningakviss: Við­reisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það var stuð og stemning hjá keppendum.
Það var stuð og stemning hjá keppendum.

Fulltrúar Viðreisnar og VG mættust í sérlegu Kosningakvissi Björns Braga í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Um æsispennandi keppni var að ræða þar sem myndagáta réði úrslitum.

Jón Gnarr og Þorbjörg Sigríður mættu fyrir hönd Viðreisnar á meðan Rósa Björk og Finnur Ricart voru fulltrúar VG. Jón Gnarr mætti með happahring á meðan fulltrúar VG voru í happaullarsokkum og ullarbrækum. Sérlega athygli vakti það sem Björn Bragi kallaði dýpstu kosningaumræðuna.

Liðin tókust á í flokknum frægar línur. Þar voru í boði slagorð, þjóðsöngvar, Friðrik Dór og krakkavísur. Það stóð ekki á svörum sem oft voru miklu fyndnari en þau réttu, þar til kom að myndagátunni.

Klippa: Vinstri græn og Viðreisn mætust í Kviss





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.