Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:00 Val margra okkar stendur á milli þessara tveggja flokka, enda ekki skrítið að fólk vilji stjórn sem er samhentari en síðasta ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hræða kjósendur Viðreisnar með tali um vinstristjórn, en er Viðreisn velferðarsinnaður flokkur? Viðreisn varð til sem klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og hefur í þingstörfum á undanförnum árum talað fyrir því að skera niður samneyslu og lækka útgjöld ríkisins. Minna hefur þar farið fyrir hugmyndum um hvernig megi ná fram stórkostlegri lækkun á útgjöldum ríkisins án þess að gengið verði nærri þeirri grunnþjónustu sem mikill meirihluti allra ríkisútgjalda er varið til. Eitt helsta slagorð Viðreisnar er „hægri hagstjórn- vinstri velferð“. Í praxís hefur hægri hagstjórn aldrei þýtt annað en skattalækkanir á þá efnuðustu í nafni „frelsis“ eða „atvinnulífsins“. Hagstjórnarstefna hægrimanna hefur líka iðulega snúist um að ríkisfjármálum skuli ekki beitt til sveiflujöfnunar í hagkerfinu. Það síðasta sem við þurfum núna er slík hagstjórn. Í nýlegum hlaðvarpi sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, ein forystukona Viðreisnar að það væri ekki endilega hlutverk skattkerfisins að jafna kjör fólks. Ef slík viðhorf í skattamálum verða ofan á mun það þýða aukinn ójöfnuður og veikari tekjugrunnur ríkisins. Ef ekki er vilji til að afla tekna með stighækkandi sköttum á hæstu tekjur, þá er „vinstri velferð“ að norrænni fyrirmynd ómöguleg. Sterkt velferðarkerfi kostar nefnilega peninga. Viðreisn talar fyrir því að selja ríkiseigur og banka til að fjármagna óskýr loforð sín um bætta geðheilbrigðisþjónustu. Verandi fjölskyldumóðir hljómar þetta fyrir mér eins og ég ætli að selja húsgögnin og fötin mín til þess að eiga fyrir föstum mánaðarlegum útgjöldum. Það segir sig sjálft að húsið verður tómt á endanum. Hvernig ætlarðu að fjármagna heilbrigðiskerfið eða efla kosningaloforð um öflugri úrræði fyrir börn með því að selja ríkiseigur? Hvaða eignir verða seldar þegar búið er að selja Íslandsbankann og Landsbankann? Þetta er eins og að selja mjólkurkúna. Það gengur því ekki upp að fjármagna varanleg rekstrarútgjöld til heilbrigðismála með eignasölu. Það er hægri hagstjórn eins og hún gerist verst. Er nóg að tryggja börnum ódýrari sálfræðitíma líkt og Viðreisn boðar? Börn sem alast upp við fátækt eru 3-4 sinnum líklegri til að greinast með geðröskun en börn sem eiga foreldra í efstu tekjutíundunum. Það þýðir ekki að senda fátækt barn í sálfræðitíma í klukkutíma á viku og láta barnið svo fara heim þar sem það fær ekki að borða eða fær ekki að taka þátt í tómstundum með vinum sínum. Líðan okkar er oftast nær afsprengi aðstæðna sem við búum við, eða bjuggum við í æsku eða samfélagsins sem við búum í. Það sýna ótal rannsóknir, en Viðreisn fjallar um geðheilbrigði barna í tómarúmi eins og það hafi ekkert að gera með ójöfnuð og stéttarstöðu. Hægri efnahagsstjórn getur ekki tekið á slíkum vanda svo að það virki, það sýna rannsóknir. Vinstri velferð er vinstri því henni fylgir vinstri efnahagsstjórn. Ég sé þetta skýrt í mínum störfum á heilsugæslu þar sem ég vinn hér í Noregi, að þeir sem eru mest hjálparþurfi eru þeir sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða gerðu það í æsku. Ábyrg efnahagsstjórn í anda jafnaðarmennsku eins og Kristrún Frostadóttir boðar er þar mikilvæg forvörn til að koma í veg fyrir að börn búi við erfiðar aðstæður sem bitnar á geðheilsu þeirra. Það er því ekkert til sem heiti jöfn tækifæri án jöfnuðar. Hægri hagstjórn þýðir nefnilega meiri ójöfnuður, því þeir ríkustu fá meira í eigin vasa, m.a. ríkiseignir sem Viðreisn vill selja. Aukinn ójöfnuður þýðir meiri þörf á velferðarþjónustu því þegar ójöfnuður eykst, eykst fátækt og fátækt fylgja oft félagsleg og heilsufarsleg vandamál. Við erum búin að sjá allt of mörg börn deyja á árinu, en slíkar hörmungar aukast gjarnan í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill því ofbeldi og áhættuhegðun er meiri í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill. Eftir að hafa hlustað á Kristrúnu Frostadóttur og annað forystufólk Samfylkingarinnar undanfarnar vikur þá er skýrt að flokkurinn hefur alla burði til þess að leiða breytingar í íslensku samfélagi. Þess vegna verður Samfylkingin að vinna þessar kosningar, taka við stjórnarmyndunarumboðinu og mynda sterka ríkisstjórn á Íslandi. Mér finnst flokkurinn eiga þessa kosningabaráttu. Það er hreinn unaður að hlusta á Kristrúnu í viðtölum, þvílíkur leiðtogi sem hún er fyrir jafnaðarmenn á Íslandi. Hún sýndi það í nýlegu viðtali á Heimildinni í vikunni, að hún skilur raunveruleika venjulegs fólks, um land allt. Hún er svo sannarlega búin að breyta flokknum í norrænan verkamannaflokk, það sé ég búandi í Noregi. Systurflokkur Samfylkingarinnar hér hefur lækkað skattbyrðina hjá minni fjölskyldu (par í millistétt með lítið barn) síðan flokkurinn tók við stjórnartaumunum fyrir þremur árum. Þá eru leikskólagjöld og annar kostnaður tengdur barnafjölskyldum líka búinn að lækka í þeirra stjórnartíð og stýrivextir náðu hámarki í 4,5%. Samfylkingin er líka með kanónur í hverju sæti. Verandi menntuð í heilsueflingu finnst mér geggjað að fá Ölmu Möller í forsvar fyrir flokkinn, það eru alltof fáir stjórnmálamenn á Íslandi sem hafa nægan skilning á því hvernig hægt er að bæta lýðheilsu. Ef einhver ætti að geta unnið að bættri geðheilsu landans, þá er það hún. Samfylkingin er bersýnilega eini flokkurinn sem er búinn að vinna heimavinnuna sína, eini flokkurinn sem getur sagt hvað hann ætlar að gera, af hverju hann ætlar að gera það og hvernig hann ætlar að fjármagna það. Það byggir hann á samtali sínu við fólkið í landinu. Það gerir flokkinn trúverðugan, velgengni hans má því skýra með þrotlausri vinnu forystunar, en ekki stemmingu. Jafnaðarmenn veigra sér heldur ekki við því að rökræða hvers vegna ekki sé nóg að fara betur með fé heldur þurfi líka að afla tekna með sanngjörnum hætti. Mér finnst fáir eiga roð í flokkinn með loforðum sínum um að gera allt fyrir alla án þess að geta sagt hvernig þeir ætla gera það. Samfylkingin á svo sannarlega skilið að uppskera vel í þessum kosningum, enda er Kristrún Frostadóttir búin að breyta íslenskum stjórnmálum til hins betra og hún á góða kosningu skilið fyrir það að gera stjórnmálin trúverðug á ný. Höfundur brennur fyrir lýðheilsu og velferð launafólks. Er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í heilsueflingu og heilsusálfræði og vinnur sem barna- og fjölskylduleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Val margra okkar stendur á milli þessara tveggja flokka, enda ekki skrítið að fólk vilji stjórn sem er samhentari en síðasta ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hræða kjósendur Viðreisnar með tali um vinstristjórn, en er Viðreisn velferðarsinnaður flokkur? Viðreisn varð til sem klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og hefur í þingstörfum á undanförnum árum talað fyrir því að skera niður samneyslu og lækka útgjöld ríkisins. Minna hefur þar farið fyrir hugmyndum um hvernig megi ná fram stórkostlegri lækkun á útgjöldum ríkisins án þess að gengið verði nærri þeirri grunnþjónustu sem mikill meirihluti allra ríkisútgjalda er varið til. Eitt helsta slagorð Viðreisnar er „hægri hagstjórn- vinstri velferð“. Í praxís hefur hægri hagstjórn aldrei þýtt annað en skattalækkanir á þá efnuðustu í nafni „frelsis“ eða „atvinnulífsins“. Hagstjórnarstefna hægrimanna hefur líka iðulega snúist um að ríkisfjármálum skuli ekki beitt til sveiflujöfnunar í hagkerfinu. Það síðasta sem við þurfum núna er slík hagstjórn. Í nýlegum hlaðvarpi sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, ein forystukona Viðreisnar að það væri ekki endilega hlutverk skattkerfisins að jafna kjör fólks. Ef slík viðhorf í skattamálum verða ofan á mun það þýða aukinn ójöfnuður og veikari tekjugrunnur ríkisins. Ef ekki er vilji til að afla tekna með stighækkandi sköttum á hæstu tekjur, þá er „vinstri velferð“ að norrænni fyrirmynd ómöguleg. Sterkt velferðarkerfi kostar nefnilega peninga. Viðreisn talar fyrir því að selja ríkiseigur og banka til að fjármagna óskýr loforð sín um bætta geðheilbrigðisþjónustu. Verandi fjölskyldumóðir hljómar þetta fyrir mér eins og ég ætli að selja húsgögnin og fötin mín til þess að eiga fyrir föstum mánaðarlegum útgjöldum. Það segir sig sjálft að húsið verður tómt á endanum. Hvernig ætlarðu að fjármagna heilbrigðiskerfið eða efla kosningaloforð um öflugri úrræði fyrir börn með því að selja ríkiseigur? Hvaða eignir verða seldar þegar búið er að selja Íslandsbankann og Landsbankann? Þetta er eins og að selja mjólkurkúna. Það gengur því ekki upp að fjármagna varanleg rekstrarútgjöld til heilbrigðismála með eignasölu. Það er hægri hagstjórn eins og hún gerist verst. Er nóg að tryggja börnum ódýrari sálfræðitíma líkt og Viðreisn boðar? Börn sem alast upp við fátækt eru 3-4 sinnum líklegri til að greinast með geðröskun en börn sem eiga foreldra í efstu tekjutíundunum. Það þýðir ekki að senda fátækt barn í sálfræðitíma í klukkutíma á viku og láta barnið svo fara heim þar sem það fær ekki að borða eða fær ekki að taka þátt í tómstundum með vinum sínum. Líðan okkar er oftast nær afsprengi aðstæðna sem við búum við, eða bjuggum við í æsku eða samfélagsins sem við búum í. Það sýna ótal rannsóknir, en Viðreisn fjallar um geðheilbrigði barna í tómarúmi eins og það hafi ekkert að gera með ójöfnuð og stéttarstöðu. Hægri efnahagsstjórn getur ekki tekið á slíkum vanda svo að það virki, það sýna rannsóknir. Vinstri velferð er vinstri því henni fylgir vinstri efnahagsstjórn. Ég sé þetta skýrt í mínum störfum á heilsugæslu þar sem ég vinn hér í Noregi, að þeir sem eru mest hjálparþurfi eru þeir sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða gerðu það í æsku. Ábyrg efnahagsstjórn í anda jafnaðarmennsku eins og Kristrún Frostadóttir boðar er þar mikilvæg forvörn til að koma í veg fyrir að börn búi við erfiðar aðstæður sem bitnar á geðheilsu þeirra. Það er því ekkert til sem heiti jöfn tækifæri án jöfnuðar. Hægri hagstjórn þýðir nefnilega meiri ójöfnuður, því þeir ríkustu fá meira í eigin vasa, m.a. ríkiseignir sem Viðreisn vill selja. Aukinn ójöfnuður þýðir meiri þörf á velferðarþjónustu því þegar ójöfnuður eykst, eykst fátækt og fátækt fylgja oft félagsleg og heilsufarsleg vandamál. Við erum búin að sjá allt of mörg börn deyja á árinu, en slíkar hörmungar aukast gjarnan í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill því ofbeldi og áhættuhegðun er meiri í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill. Eftir að hafa hlustað á Kristrúnu Frostadóttur og annað forystufólk Samfylkingarinnar undanfarnar vikur þá er skýrt að flokkurinn hefur alla burði til þess að leiða breytingar í íslensku samfélagi. Þess vegna verður Samfylkingin að vinna þessar kosningar, taka við stjórnarmyndunarumboðinu og mynda sterka ríkisstjórn á Íslandi. Mér finnst flokkurinn eiga þessa kosningabaráttu. Það er hreinn unaður að hlusta á Kristrúnu í viðtölum, þvílíkur leiðtogi sem hún er fyrir jafnaðarmenn á Íslandi. Hún sýndi það í nýlegu viðtali á Heimildinni í vikunni, að hún skilur raunveruleika venjulegs fólks, um land allt. Hún er svo sannarlega búin að breyta flokknum í norrænan verkamannaflokk, það sé ég búandi í Noregi. Systurflokkur Samfylkingarinnar hér hefur lækkað skattbyrðina hjá minni fjölskyldu (par í millistétt með lítið barn) síðan flokkurinn tók við stjórnartaumunum fyrir þremur árum. Þá eru leikskólagjöld og annar kostnaður tengdur barnafjölskyldum líka búinn að lækka í þeirra stjórnartíð og stýrivextir náðu hámarki í 4,5%. Samfylkingin er líka með kanónur í hverju sæti. Verandi menntuð í heilsueflingu finnst mér geggjað að fá Ölmu Möller í forsvar fyrir flokkinn, það eru alltof fáir stjórnmálamenn á Íslandi sem hafa nægan skilning á því hvernig hægt er að bæta lýðheilsu. Ef einhver ætti að geta unnið að bættri geðheilsu landans, þá er það hún. Samfylkingin er bersýnilega eini flokkurinn sem er búinn að vinna heimavinnuna sína, eini flokkurinn sem getur sagt hvað hann ætlar að gera, af hverju hann ætlar að gera það og hvernig hann ætlar að fjármagna það. Það byggir hann á samtali sínu við fólkið í landinu. Það gerir flokkinn trúverðugan, velgengni hans má því skýra með þrotlausri vinnu forystunar, en ekki stemmingu. Jafnaðarmenn veigra sér heldur ekki við því að rökræða hvers vegna ekki sé nóg að fara betur með fé heldur þurfi líka að afla tekna með sanngjörnum hætti. Mér finnst fáir eiga roð í flokkinn með loforðum sínum um að gera allt fyrir alla án þess að geta sagt hvernig þeir ætla gera það. Samfylkingin á svo sannarlega skilið að uppskera vel í þessum kosningum, enda er Kristrún Frostadóttir búin að breyta íslenskum stjórnmálum til hins betra og hún á góða kosningu skilið fyrir það að gera stjórnmálin trúverðug á ný. Höfundur brennur fyrir lýðheilsu og velferð launafólks. Er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í heilsueflingu og heilsusálfræði og vinnur sem barna- og fjölskylduleiðbeinandi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar