Nkunku á­fram sjóð­heitur og Chelsea með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christopher Nkunku kemur Chelsea yfir gegn Heidenheim.
Christopher Nkunku kemur Chelsea yfir gegn Heidenheim. getty/Alex Grimm

Chelsea er enn með fullt hús stiga í Sambandsdeild Evrópu eftir 0-2 útisigur á Heidenheim í kvöld.

Fyrir viðureignina höfðu bæði lið unnið fyrstu þrjá leiki sína í keppninni. Eitthvað varð því undan að láta í Heidenheim í kvöld.

Staðan í hálfleik var markalaus en Christopher Nkunku kom Chelsea yfir á 51. mínútu. Frakkinn hefur verið sjóðheitur í Sambandsdeildinni og skorað sjö mörk í henni á tímabilinu.

Mykhailo Mudryk gulltryggði svo sigur Chelsea þegar hann skoraði annað mark liðsins fjórum mínútum fyrir leikslok. Jadon Sancho lagði upp bæði mörk Chelsea sem lauk leiknum manni færri eftir að Cesare Casadei fékk rauða spjaldið undir blálokin.

Lokatölur 0-2, Chelsea í vil. Liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í Sambandsdeildinni með markatölunni 18-3.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira