Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2024 18:31 vísir/bára ÍR tók á móti Val í Skógarselinu í kvöld í sínum fyrsta leik undir stjórn Borce Ilievski. Eftir að hafa tapað sjö fyrstu leikjum sínum í deildinni kom loksins sigur í síðasta leik. Annar sigurinn í röð staðreynd eftir dramatískar lokasekúndur. Valsmenn byrjuðu leikinn ögn betur. Skotin ekki að detta hjá ÍR-ingum til að byrja með en þeir létu það ekki á sig fá og smelltu í 7-0 áhlaup eftir smá hikst í byrjun. Taiwo Badmus fór mikinn í liði Vals í byrjun og skoraði 15 af 22 stigum liðsins í fyrsta leikhluta, staðan 19-22 að honum loknum. Það hægðist aðeins á Badmus í öðrum leikhluta en sóknarleikur heimamanna gekk betur og betur. Þeir keyrðu á Valsmenn á fullu gasi og virtust vera fullir sjálfstraust og leiddu í hálfleik 46-36. Sjálfstraustið virtist svo hreinlega gufa upp í þriðja leikhluta og sóknarleikurinn sem flæddi svo vel í fyrri hálfleik var við frostmark en Valsmenn unnu leikhlutann 13-28 og leiddu því með fimm stigum fyrir lokaátökin, 59-64. Heimamenn í ÍR sýndu aftur á móti mikinn karakter og unnu sig aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og komust yfir. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en ótrúlegur þristur frá Kristni Pálssyni þegar tæpar þrjár mínútur lifðu leiks virtist ætla að verða rothögg fyrir heimamenn sem skoruðu ekki næstu tvær mínúturnar. Þeir tóku hins vegar síðustu mínútua með trompi en Kavas kláraði leikinn á vítalínunni þegar tæp sekúnda var eftir. Valsmenn náðu skoti á loft og vildu fá villu en ekkert dæmt. Dramatískur sigur ÍR-inga staðreynd. Nánari umfjöllun og viðtöl á leiðinni. Bónus-deild karla ÍR Valur
ÍR tók á móti Val í Skógarselinu í kvöld í sínum fyrsta leik undir stjórn Borce Ilievski. Eftir að hafa tapað sjö fyrstu leikjum sínum í deildinni kom loksins sigur í síðasta leik. Annar sigurinn í röð staðreynd eftir dramatískar lokasekúndur. Valsmenn byrjuðu leikinn ögn betur. Skotin ekki að detta hjá ÍR-ingum til að byrja með en þeir létu það ekki á sig fá og smelltu í 7-0 áhlaup eftir smá hikst í byrjun. Taiwo Badmus fór mikinn í liði Vals í byrjun og skoraði 15 af 22 stigum liðsins í fyrsta leikhluta, staðan 19-22 að honum loknum. Það hægðist aðeins á Badmus í öðrum leikhluta en sóknarleikur heimamanna gekk betur og betur. Þeir keyrðu á Valsmenn á fullu gasi og virtust vera fullir sjálfstraust og leiddu í hálfleik 46-36. Sjálfstraustið virtist svo hreinlega gufa upp í þriðja leikhluta og sóknarleikurinn sem flæddi svo vel í fyrri hálfleik var við frostmark en Valsmenn unnu leikhlutann 13-28 og leiddu því með fimm stigum fyrir lokaátökin, 59-64. Heimamenn í ÍR sýndu aftur á móti mikinn karakter og unnu sig aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og komust yfir. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en ótrúlegur þristur frá Kristni Pálssyni þegar tæpar þrjár mínútur lifðu leiks virtist ætla að verða rothögg fyrir heimamenn sem skoruðu ekki næstu tvær mínúturnar. Þeir tóku hins vegar síðustu mínútua með trompi en Kavas kláraði leikinn á vítalínunni þegar tæp sekúnda var eftir. Valsmenn náðu skoti á loft og vildu fá villu en ekkert dæmt. Dramatískur sigur ÍR-inga staðreynd. Nánari umfjöllun og viðtöl á leiðinni.