Lífið

„Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mummi fann vel fyrir sósunum.
Mummi fann vel fyrir sósunum. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna segist frekar myndu vera lélegur starfsmaður hjá Hval hf en að þurfa að ferðast um á einkaþotu allt sitt líf. Guðmundur Ingi er ávallt kallaður Mummi af vinum og vandamönnum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tíunda og seinasta þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt serkari sósu. Mummi hefur búið víða, bæði í Bandaríkjunum og í Rússlandi svo fátt eitt sé nefnt. Hann finnur vel fyrir vængjunum og þarf að taka á hinum stóra sínum í þættinum.

Mummi segist ekki stressaður vegna fylgis flokksins, ræðir stjórnarslitin í hóstakasti vegna sósunnar og nefnir þingmanninn sem hann myndi sakna mest detti hann út af þingi. Hann segir frá koddahjalinu sínu, ræðir eigin sambandsstöðu, svarar hraðaspurningum þar sem hann þarf að velja á milli Katrínar Jakobsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur og fer svo í puttastríð svo fátt eitt sé nefnt.

Klippa: Af vængjum fram - Guðmundur Ingi Guðbrandsson



Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2 +.


Tengdar fréttir

Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknar segir að því fari fjarri að hún hafi ekki sterkar skoðanir þrátt fyrir að Framsókn sé á miðju stjórnmálanna. Lilja segir árin sem hún bjó í Kóreu hafa haft mikil áhrif á hana.

„Þú varst að tala um Klausturmálið!“

Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segist hafa lært mikið af Klaustursmálinu. Ekki hafi verið rætt um það í lengri tíma en hann gerir engar athugasemdir við að það komi upp nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.