Börsungar töpuðu ó­vænt á heima­velli

Raphinha skoraði mark Barcelona en dugði ekki til. Úrslitin eru áfall fyrir topplið spænsku deildarinnar.
Raphinha skoraði mark Barcelona en dugði ekki til. Úrslitin eru áfall fyrir topplið spænsku deildarinnar. Getty/Pedro Salado

Barcelona hefur nú spilað þrjá leiki í röð í deildinni án þess að vinna og hafa um leið hleypt Real Madrid aftur inn í titilbaráttuna.

Eftir frábæra byrjun og ellefu sigra í fyrstu tólf leikjunum virðast hveitibrauðsdagarnir vera á enda há Hansi Flick.

Börsungar hafa aðeins náði í eitt stig út úr síðustu þremur leikjum en þeir töpuðu líka fyrir Real Socicedad.

Lamine Yamal er kominn til baka eftir meiðsli en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar staðan var 0-0. Honum tókst þó ekki að hafa bein áhrif á leikinn.

Sandro Ramirez kom Las Palmas í 1-0 á 49. mínútu en Raphinha jafnaði metin á 61. mínútu eftir stoðsendingu frá Pedri.

Aðeins sex mínútum síðar var Fabio Silva búinn að koma Las Palmas aftur yfir. Það reyndist vera sigurmarkið í leiknum.

Las Palmas var í sautjánda sætinu fyrir leikinn en hoppaði upp í fjórtán sæti með þessum úrslitum. Liðið frá Kanaríeyjum er vaxandi og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum eftir haga ekki náð að vinna í fyrstu tíu leikjunum sínum á leiktíðinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira