Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 09:19 Hollendingarnir Cody Gakpo og Virgil Van Dijk fagna hér marki Liverpool í sigrinum á Real Madrid i vikunni. Með þeim eru liðsfélagar þar á meðal Mo Salah. Getty/ James Gill Hollendingurinn Arne Slot fær alvöru próf sem knattspyrnustjóri Liverpool í dag þegar særðir Manchester City menn mæta á Anfield í raun að berjast fyrir lífi sínu í titilbaráttunni. Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira