Handbolti

Ní­tján ís­lensk mörk í öruggum sigri Kolstad

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði átta mörk fyrir Kolstad í kvöld.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði átta mörk fyrir Kolstad í kvöld. kolstad

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæsti maður Kolstad er liðið vann öruggan tíu marka útisigur gegn Haslum HK í norska handboltanum í kvöld, 32-42.

Benedikt Gunnar skoraði átta mörk fyrir Kolstad er liðið lagði Haslumí tólftu umferð norsku deildarinnar í kvöld.

Kolstad hafði mikla yfirburði í leik kvöldsins og leiddi með átta mörkum þegar flautað var til hálfleiks. Liðið gat leyft sér að slaka aðeins á taumunum í síðari hálfleik og vann að lokum tíu marka sigur, 32-42.

Alls litu nítján íslensk mörk dagsins ljós fyrir Kolstad í leik kvöldsins, en eins og áður segir skoraði Benedikt Gunnar átta stykki fyrir liðið. Bróðir hans, Arnór Snær Óskarsson, bætti fjórum mörkum við fyrir liðið, Sveinn Jóhannsson skoraði fimm og Sigvaldi Björn Guðjónsson tvö.

Eftir sigurinn situr Kolstad í öðru sæti norsku deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki, einu stigi minna en topplið Elverum.

Þá unnu Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og félagar þeirra í Telekom Veszprém öruggan 15 marka sigur gegn Ferencvaros í ungverska handboltanum á sama tíma, 29-44. Veszprém situr í öðru sæti ungversku deildarinnar með 2ö stig eftir 11 leiki, jafn mörg og topplið Pick Szeged.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×