Lífið

Heitasti út­varps­maður landsins selur slotið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Egill og Thelma hafa sett íbúð sína í Bryggjuhverfinu í Reykjavík á sölu.
Egill og Thelma hafa sett íbúð sína í Bryggjuhverfinu í Reykjavík á sölu.

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og sambýliskona hans Thelma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Embla Medical, hafa sett íbúð sína við Naustabryggju í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 64,9 milljónir. 

Um er að ræða 68 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 2000. Íbúðin er að hluta undir súð svo íbúðin er aðeins stærri en fermetrar segja til um.

„Þetta er auðvitað jólagjöfin í ár. The Penthouse komið á sölu. Hér fær fólk alvöru kosýheit, lofthæð, frábæra nágranna, snyrtilega sameign í geggjuðu hverfi. Það verður mega erfitt að kveðja þetta heimili okkar til síðustu fimm ára,“ skrifar Egill og deilir eigninni á Facebook-síðu sinni.

Eignin skiptist í opið og bjart alrými þar sem eldhús, stofa og borðstofa flæða saman í eitt. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Í eldhúsinu er hvít innrétting með viðarborðplötu og klassísskar hvítar Subway-flísar á veggnum.

Heimilið er innréttað mínímalískan og hlýlegan máta.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Ljósmynd/Fagmyndun 
Ljósmynd/Fagmyndun 
Ljósmynd/Fagmyndun 
Ljósmynd/Fagmyndun 
Ljósmynd/Fagmyndun 
Ljósmynd/Fagmyndun 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.