Matreiðslumeistari heimsækir grænmetisbændur

Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, fer í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Grillið hefur keypt kryddjurtir og annað grænmeti frá lífrænt vottaða býlinu Engi í Laugarási frá því á níunda áratugnum og er einn elsti viðskiptavinur bændanna. Í Silfurtúni við Flúðir eru ræktuð jarðarber í tonnatali en meðal þess sem Grillið fær þaðan eru græn jarðarber. Skemmtilegt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin hjá grænmetisbændum.

2738
07:19

Vinsælt í flokknum Matur