Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Orku­laus ríkis­stjórn

Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin.

Skoðun
Fréttamynd

Vonar að frum­varpið skili fullum launum til Grind­víkinga

Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann

Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu.

Innlent
Fréttamynd

Um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra sýni gott for­dæmi

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­vinningur sam­göngu­bóta

Í tengslum við undirbúning samgönguáætlunar hefur Vegagerðin í samstarfi við innviðaráðuneytið unnið að mati á ávinningi og arðsemi þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í tillögu að nýrri samgönguáætlun sem var lögð fram á Alþingi í október síðastliðnum og hefur verið vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin frá Grinda­vík

Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti.

Skoðun
Fréttamynd

Nú eru menn ekki að lesa salinn

Lögð hefur verið fram tillaga tveggja þingmanna Miðflokksins á Alþingi þess efnis að jafnlaunavottun verði afnumin. Það er ekki mjög hressandi að uppgötva hvað menn lesa salinn illa eftir að 100.000 konur og kvár hittust í miðbæ Reykjavíkur þann 24. október s.l. En það er svo sem ekki nýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja leggja jafn­launa­vottunina niður

Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður.

Innlent
Fréttamynd

Um vernd mikil­vægra inn­viða

Þeirri spurningu hefur verið velt upp að undanförnu hvort einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið eigi að greiða fyrir varnargarða vegna mögulegrar náttúruvár. Því miður hefur í gegnum tíðina heyrst svipuð umræða varðandi uppbyggingu snjóflóðavarnargarða en sem betur fer hefur mér að vitandi ekki verið lagt til að einstaka fyrirtæki greiði þann kostnað ef þau njóta verndar þeirra mannvirkja.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum að standa vaktina

Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld.

Skoðun
Fréttamynd

Að­koma HS Orku og Bláa lónsins ekkert rædd

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort það hafi komið til tals innan ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi komið til greina að þau fyrirtæki sem á svæðinu eru; HS Orka og Bláa lónið, kæmu að þeim kostnaði sem væri því samfara að reisa varnargarð um þau?

Innlent
Fréttamynd

Ó­ljóst hvort um­fangs­miklar að­gerðir skili árangri

„Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Heims­þing kvenleiðtoga í Reykja­vík horfir til að­gerða og lausna

Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Tíma­bundin“ skattahækkun fylgir varnargarðafrumvarpi

Stjórnarfrumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga gerir ráð fyrir að nýr skattur verði lagður á alla húseigendur í landinu. Skattinum, sem kallast forvarnagjald, er ætlað að skila nærri einum milljarði króna í tekjur á næsta ári og tekið fram að hann verði lagður á „tímabundið í þrjú ár“.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram frum­varp um byggingu varnar­garða

Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup

Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­staða um tafar­laust vopna­hlé

Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel.

Skoðun
Fréttamynd

Bygging varnar­garða bíði til­lögu

„Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar megi eiga von á desem­ber­upp­bót

Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum.

Innlent