Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram frum­varp um kristin­fræði í grunn­skólum

Sex þing­menn á vegum Sjálf­stæðis­flokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristin­fræði verði aftur kennd í grunn­skólum landsins. Þing­mennirnir hafa lagt fram frum­varp vegna málsins og leggja til að kristin­fræði verði kennd auk trúar­bragða­fræði.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis

Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, lagði á­herslu á breytingar á ís­lensku sam­fé­lagi og fjöl­breyti­leika þess við setningu Al­þingis í dag. Hann sagði að í stjórnar­skrá mætti koma fram að ís­lenska sé þjóð­tunga Ís­lendinga og opin­bert mál á Ís­landi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er gríðarlegt högg“

Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum að fara fram á að­hald í ríkis­rekstrinum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.

Innlent
Fréttamynd

Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum í nýju fjár­laga­frum­varpi. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Neytendur
Fréttamynd

Sigurður Ingi kominn með nýja mjöðm

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra missti aldrei þessu vant af réttunum í ár þar sem hann er fastagestur. Ástæðan er sú að hann gekkst undir mjaðmaskiptaaðgerð í liðinni viku.

Lífið
Fréttamynd

Víða leynast ger­semar í geymslum

Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Tími hænu­skrefa er liðinn

Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á því að ganga einungis út frá því að hámarka ágóða óháð öllu öðru stenst einfaldlega ekki tímans tönn. Fyrsta skrefið sem mörg þessara fyrirtækja tóku í átt að ábyrgari viðskiptaháttum var að átta sig á því að það er mikilvægt að huga að siðferði þegar kemur að viðskiptum.

Skoðun