Frumvarpið sé viðbragð við stóra kókaínmálinu og sjö vikna banni fjölmiðla Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála sem beinir sjónum að frásögn fjölmiðla af skýrslutökum úr dómsal. Frumvarpið er hugsað sem viðbragð við stóra kókaínmálinu og því ástandi sem skapaðist þegar dómari bannaði fréttaflutning úr dómsal í heilar sjö vikur. Innlent 4. maí 2023 13:30
Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti Kjaragliðnun er pólitísk ákvörðun. Lög um almannatryggingar tryggja lífeyristaka gegn kjaragliðnun, en þrátt fyrir það er kjaragliðnun staðreynd á Íslandi. Skoðun 4. maí 2023 09:00
Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. Innlent 3. maí 2023 16:05
Mörg dæmi um að fólk sinni öðru samhliða þingmennsku Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rís upp til varnar vini sínum og félaga Ásmundi Friðrikssyni þingmanni sem hefur verið sakaður um að vera á fullum launum sem þingmaður við að stofna ferðaþjónustufyrirtæki. Innlent 3. maí 2023 14:15
Brýnna að berjast gegn kjarnorku en fyrir hagsmunum ferðaþjónustu Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur að stjórnvöld hefðu frekar átt að beita sér gegn því að fjárfesting í kjarnorku yrði felld undir skilgreininguna á sjálfbærum fjárfestingum heldur en að krefjast undanþágu frá álagningu losunarkostnaðar í millilandaflugi. Innherji 3. maí 2023 12:23
Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ Innlent 3. maí 2023 10:46
Loftslagsmarkmið – aðgerða er þörf Markmið núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum eru metnaðarfull. Ríkisstjórnin vill gera betur en Parísarsamkomulagið og stefnir að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040. Auk þess er stefnt að því að Ísland nái að verða óháð jarðefnaeldsneyti í lofti, láði og legi árið 2050. Skoðun 2. maí 2023 11:31
Frekari afglöp við afglæpavæðingu Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Skoðun 2. maí 2023 08:01
Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Skoðun 29. apríl 2023 10:31
Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. Viðskipti innlent 28. apríl 2023 11:59
Fljótagöng og samgöngur í Fljótum og til Siglufjarðar Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Skoðun 28. apríl 2023 11:30
Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. Innlent 28. apríl 2023 11:29
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. Viðskipti innlent 28. apríl 2023 10:32
Ólafur G. Einarsson er látinn Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn, níræður að aldri. Innlent 28. apríl 2023 09:17
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. Viðskipti innlent 28. apríl 2023 08:46
Willum Þór með afglæpavæðinguna á ís Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á þinginu fyrr í dag að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram fyrirhugað frumvarp um afglæpavæðingu að svo stöddu. Innlent 27. apríl 2023 15:01
Starfslok og uppsagnir hjá Pírötum Framkvæmdastjóri þingflokks Pírata hefur sagt upp störfum. Þá hefur verið gengið frá starfsflokum við tvo starfsmenn þingflokksins. Innlent 27. apríl 2023 14:40
Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Innlent 27. apríl 2023 12:04
Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Skoðun 27. apríl 2023 11:30
Þríhyrndur tangódans Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta. Skoðun 27. apríl 2023 07:30
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. Innlent 26. apríl 2023 21:43
Dómsmálaráðherra segir ávinning af því að styrkja hælisleitendur til brottfarar Dómsmálaráðherra segir væntanlega reglugerð um styrki til hælisleitenda sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og hafa ýmist dregið umsókn sína til baka eða fengið synjun vera til hagsbóta fyrir báða aðila. Það væri ódýrara að styðja fólk til að yfirgefa landið sjálfviljugt en flytja það nauðugt úr landi. Innlent 26. apríl 2023 13:04
Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. Innlent 25. apríl 2023 21:10
Innleiða þurfi aftur aga til að bregðast við ofbeldisöldu og ópíóðafíkn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að innleiða þurfi aftur aga og skilning á því hvað má og má ekki til að bregðast við öldu ofbeldis, aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnafaraldri. Gefa þurfi skólastjórendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir. Innlent 25. apríl 2023 14:58
Það þarf heilt samfélag Í þeim aðstæðum og þeim hraða sem samfélagið býður ungum barnafjölskyldum upp á í dag, reikar hugurinn óhjákvæmilega til annarra tíma. Tíma sem voru kannski ekki einfaldari að neinu leiti, áskoranirnar voru aðrar, fjölskyldusamsetningin var kannski önnur, kröfurnar á foreldra og börn aðrar eða jafnvel öðruvísi. Skoðun 25. apríl 2023 10:00
Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Skoðun 25. apríl 2023 09:00
Bein útsending: Nefndarmenn ræða loftslagsmarkmið Íslands Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur í dag opinn fund um loftslagsmarkmið Íslands. Meðal gesta verða Sigurður Hannesson og Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar frá Ungum umhverfissinnum. Innlent 25. apríl 2023 08:31
Máli Ingu Sæland gegn Þórunni vísað frá Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, gegn Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Sakaði Inga Þórunni um ærumeiðandi ummæli í sinn garð. Það er að Inga væri haldin útlendingaandúð. Innlent 24. apríl 2023 16:14
Ég vantreysti öllum Fyrir tæplega 20 árum sagði gamall kennari minn frá ráði sem prestur nokkur gaf henni ráð þegar hún var ung stúlka á leiðinni út í lífið: „Mundu að það er engum að treysta.“ Ekki dró það úr þunga sögunnar að bæði kennarinn og presturinn voru vel þekkt á sinni tíð. Skoðun 24. apríl 2023 10:01
Líklegt að við sjáum nýja ríkisstjórnarflokka á næsta kjörtímabili Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð ljóst að breytingar verði á ríkisstjórnarflokkum eftir næstu alþingiskosningar miðað við nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Hún telur þó að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Innlent 22. apríl 2023 23:02