Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Airbender í þrívídd

Ákveðið hefur verið að breyta nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, The Last Airbender, í þrívíddarmynd. Tæknilið vinnur nú hörðum höndum við að breyta myndinni fyrir frumsýningu hennar 2. júlí. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því nánast önnur hver mynd í Hollywood er gefin út í þrívídd eftir velgengni Avatar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Downey til Oz

Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni hefur Bond 23 verið frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að leikstjóri myndarinnar, Sam Mendes, verður að finna sér eitthvað annað að gera. Mendes var auðvitað ekki lengi að finna nýtt verkefni því hann er orðaður við endurgerð á hinni sígildu kvikmynd Galdrakarlinn í Oz eða The Wizard of Oz.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fitzgerald á hvíta tjaldið

F. Scott Fitzgerald er einn þeirra bandarísku rithöfunda sem verða alltaf að hálfgerðri tískubylgju í Hollywood. Kvikmyndir sem byggja á verkum hans koma í gusum en svo gerist kannski ekki neitt í þeim efnum svo árum og áratugum skiptir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hafnfirsk hasarmynd í bíó

„Þetta er fyrsta kvikmynd sinnar tegundar sem gerð er hér á Íslandi,“ segir Ingólfur Haukur Ingólfsson, rúmlega þrítugur sendibílastjóri og kvikmyndagerðarmaður frá Hafnarfirði.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fimm flottar eitís-myndir

Baltasar Kormákur hyggst gera kvikmynd um þrekraun Guðlaugs Friðþórssonar, sem synti í land við ótrúlega erfiðar aðstæður eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. Ef myndin tekst vel og verður vinsæl má fastlega gera ráð fyrir að fleiri geri sannsögulegar kvikmyndir um atburði frá níunda áratugnum. Hér eru fimm hugmyndir að eitís-myndum:

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hollywood horfir til Reykjavíkur

Að minnsta kosti þrjár kvikmyndir eru á teikniborðum virtra Hollywood-leikstjóra sem fjalla um atburði nátengda íslenskri sögu. Tvær kvikmyndir eru sagðar vera í undirbúningi um líf og starf hins íslensk/bandaríska skákundurs Bobby Fischer.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frumsýna mynd um Vigga

„Þeir sem hafa séð þessa mynd segja að hún dálítið lík myndinni Varði fer á vertíð. Ég hef nú bara ekki séð þá gloríu," segir Erling Bang, sem leikur og leikstýrir kvikmyndinni Zoom Boom Boom.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Algjör Sveppi gerð í þrívídd

„Við erum með þetta á teikniborðinu núna, þetta gæti verið mjög spennandi,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri og framleiðandi. Framhaldsmyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður með þrívíddartækni. Fyrsta myndin um Sveppa og ævintýri hans sló eftirminnilega í gegn í sumar en nú á að hugsa hlutina í stærra samhengi. „Þrívíddartæknin hefur gengið í gegnum mikla þróun undanfarin tvö ár og nú er svo komið að hún er orðin yfirstíganleg,“ segir Bragi kokhraustur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Klovn á hvíta tjaldið

Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sveppi í sögubækurnar

„Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Það ferskasta í boði á RIFF

Keppnismyndir Vitrana, aðalkeppnisflokks Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hafa verið kynntar. Gildar til keppni eru fyrstu eða aðrar myndir leikstjóra í fullri lengd og hlýtur sigurvegarinn titilinn Uppgötvun ársins og gripinn Gyllta lundann. "Það ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð“ segir í tilkynningu frá hátíðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvikmyndagerðarmenn leggja Búðardal undir sig

„Ég held að íbúunum sé alveg slétt sama, fullkomlega, það verður allavega engum alíkálfi slátrað þegar maður kemur,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson. Hann er á leiðinni heim til Búðardals þar sem nýjasta kvikmynd hans, Laxdæla Lárusar

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Táningar og börn hertaka miðasöluna

Bandarísk kvikmyndaaðsókn hefur einkennst af einu; börn og unglingar flykkjast í bíó um þessar mundir. Samkvæmt nýjust aðsóknartölum eru það þessir hópar sem kaupa popp og kók í amerískum kvikmyndahúsum og skemmta sér konunglega.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Víkingr í tökur eftir áramót

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum en hans stærsta verkefni til þessa ¿ Víkingr ¿ sem kostar að lágmarki 45 milljónir dollara, fer í tökur eftir áramót og er leikmyndavinna þegar hafin. Myndin verður að mestu tekin hér á landi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

17 myndir á Bíódögum

Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Support sigrar á kvikmyndahátíð

"Myndin fjallar um mann sem liggur fyrir dauðanum á gjörgæslu," svarar Börkur aðspurður um verðlaunamyndina. "Hún er svo stutt að það má eiginlega ekki segja meira frá því en mMyndina má sjá í heild sinni á heimasíðunni minni," segir Börkur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Willis í löggugríni

Bruce Willis og Tracy Morgan úr þáttunum 30 Rock og Saturday Night Live leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni A Couple of Cops sem verður fyrsta stórmyndin sem Kevin Smith leikstýrir.

Bíó og sjónvarp