„Þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik erum við hörkufótboltalið“ Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið á Laugardalsvelli í kvöld og var eins og aðrir Íslendingar afar svekktur eftir 1-1 jafnteflið við Lúxemborg í undankeppni EM í fótbolta. Fótbolti 13. október 2023 21:09
Mbappe tók fram úr Platini | Grikkir fóru upp fyrir Holland Á öðrum vígstöðum í undankeppni EM 2024 fóru fjórir leikir fram. Holland tapaði fyrir Frakklandi sem gaf Grikkjum færi á að taka fram úr þeim. Belgar héldu út manni færri gegn Austurríki. Fótbolti 13. október 2023 21:04
Slóvakar náðu ekki í stig | Bosnía fór létt með Liechtenstein Portúgalar juku við forystu sína á toppi J-riðils undankeppni EM. Bosnía vann svo sinn leik og fer upp fyrir Ísland á stöðutöflunni. Fótbolti 13. október 2023 20:54
Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. Fótbolti 13. október 2023 20:51
Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. Fótbolti 13. október 2023 19:36
Arnór og Ísak verða úti á vængjunum Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leik kvöldsins gegn Lúxemborg. Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá síðasta leik gegn Bosníu. Fótbolti 13. október 2023 17:41
Viðtal Gumma Ben við Gylfa í heild sinni Guðmundur Benediktsson settist niður með Gylfa Þór Sigurðssyni í vikunni og fóru þeir um víðan völl. Fótbolti 13. október 2023 12:32
Scholes hefur ekki séð betri leikmann á sama aldri Paul Scholes er einn af bestu miðjumönnum sem Englendingar hafa átt og átti magnaðan feril með Manchester United. Það er óhætt að segja að þessi goðsögn sé hrifinn af landa sínum Jude Bellingham. Fótbolti 13. október 2023 11:31
Vilja hefna í kvöld: „Frammistaða okkar þarf að vera í takt við markmiðin“ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Åge Hareide, þjálfari Íslands, telur þá leikmenn sem sneru aftur í leikmannahóp liðsins fyrir yfirstandandi verkefni gefa liðinu forskot í leiknum gegn Lúxemborg í kvöld. Fótbolti 13. október 2023 10:31
Nýi fyrirliðinn okkar þakkar þjálfarateyminu fyrir stuðninginn Sverrir Ingi Ingason mun leiða íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Lúxemborg á Laugardalsvellinum en Sverrir hefur verið valinn nýr fyrirliði íslenska liðsins. Fótbolti 13. október 2023 10:01
Áfall fyrir bæði Skota og Liverpool Andrew Robertson, fyrirliði Skotlands og leikmaður Liverpool, gæti misst af leikjum liða sinna á næstunni. Enski boltinn 13. október 2023 08:00
Spánverjar fyrstir til að leggja Skota | Norðmenn völtuðu yfir Kýpverja Spánnverjar urðu í kvöld fyrsta þjóðin til að leggja Skota í undankeppni EM 2024 er liðið vann 2-0 sigur í A-riðli. Á sama tíma gerðu Norðmenn góða ferð til Kýpur í sama riðli og unnu 4-0 útisigur. Fótbolti 12. október 2023 20:46
Leikmenn mæti dýrvitlausir til leiks: „Ætlum að hefna okkar“ Kolbeinn Finnsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir leikmenn liðsins mæta dýrvitlausa til leiks gegn Lúxemborg á morgun í undankeppni EM. Þeir vilji hefna fyrir ófarirnar í fyrri leik liðanna. Fótbolti 12. október 2023 16:31
„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson. Fótbolti 12. október 2023 15:31
Hareide gefur lítið upp varðandi Gylfa | Svona var blaðamannafundur KSÍ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Fótbolti 12. október 2023 12:16
„Vil frekar eyða tíma með dóttur minni en horfa á fótbolta“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki eytt miklum tíma í að horfa á fótbolta þau þrjú ár sem hann hefur verið fjarri íslenska landsliðinu. Fótbolti 12. október 2023 12:01
Líf fótboltamannsins sé ekkert eðlilegt: „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti“ Alfreð Finnbogason, einn af reyndari leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikilvægt fyrir yngri leikmenn liðsins að hafa reyndari leikmenn sér við hlið. Blandan í íslenska landsliðshópnum núna sé mjög góð hvað þetta varðar. Fótbolti 12. október 2023 10:30
Rúnar Alex ekki misst trúna úti þrátt fyrir krefjandi tíma Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, segir stefnu liðsins vera að sækja sex stig úr komandi tveimur heimaleikjum liðsins í undankeppni EM 2024. Rúnar Alex kemur inn í verkefnið með fáar mínútur á bakinu á yfirstandandi tímabili hjá sínu félagsliði, Cardiff City. Fótbolti 12. október 2023 09:31
Andri Lucas þvertekur fyrir meint rifrildi Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. Fótbolti 12. október 2023 08:31
„Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi“ Eftir að hafa verið lengi án félags ákvað Gylfi Þór Sigurðsson að semja við danska félagið Lyngby. Vonir stóðu þó til að hann myndi spila í Bestu-deildinni. Fótbolti 12. október 2023 07:30
Endurkoma Gylfa Þórs gefi landsliðinu gríðarlega mikið Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins er kominn á fullt aftur í boltanum eftir að meiðsli héldu honum frá síðasta verkefni landsliðsins. Hann er spenntur fyrir komandi heimaleikjum liðsins í undankeppni EM og segir endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðið vera frábærar fréttir. Fótbolti 11. október 2023 17:01
„Ég get ekki kvartað yfir neinu“ Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. Fótbolti 11. október 2023 15:00
Glaður að sjá Gylfa á nýjan leik: „Gott að sjá hann brosa“ Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir liðið vilja svara fyrir „stórslysið“, sem átti sér stað í fyrri leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM, í komandi leik liðanna. Þá segir hann það gefa liðinu mikið að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur aftur í landsliðið. Fótbolti 11. október 2023 07:58
Við frostmark þegar Ísland tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli Ísland og Lúxemborg eigast við í undankeppni EM á Laugardalsvelli á föstudaginn klukkan 18:45. Sport 10. október 2023 16:02
Ósáttir við að landsliðsþjálfarinn hafi líkt Yamal við Messi og Maradona Börsungar eru langt frá því að vera sáttir við þjálfara spænska karlalandsliðsins í fótbolta sem líkti ungstirninu Lamine Yamal við tvo af bestu fótboltamönnum sögunnar. Fótbolti 9. október 2023 14:30
Svekktur með að vera ekki valinn í landsliðið: „Verð alltaf klár þegar kallið kemur“ Íslenski atvinnumaðurinn í fótbolta, Stefán Teitur Þórðarson , segir það auðvitað svekkjandi að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024. Hann geti lítið annað gert í þessari stöðu en að halda áfram að standa sig og vona að kallið komi síðar. Fótbolti 9. október 2023 08:01
UEFA frestar öllum fótboltaleikjum í Ísrael vegna stríðsástandsins Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að fresta öllum fótboltaleikjum sem áttu að fara fram í Ísrael næstu tvær vikur. Fótbolti 9. október 2023 06:32
Saka í enska landsliðinu þrátt fyrir að hafa farið meiddur af velli á dögunum Bukayo Saka, stjörnuleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, hefur verið valinn í enska landsliðið í fótbolta þrátt fyrir að hafa á þriðjudaginn þurft að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik gegn Lens í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 5. október 2023 15:00
Svona var blaðamannafundur Åge: „Leikur sem ég hef eytt úr mínu minni“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segist hafa eytt minningunni um leik liðsins gegn Lúxemborg, í síðasta verkefni liðsins, úr huga sínum. Åge sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun og þar var ljóst að hann bindur miklar vonir við endurkomu Gylfa Þór Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar í liðið. Fótbolti 4. október 2023 13:02
Andri Lucas eigi það skilið að vera í landsliðinu á ný Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir Andra Lucas Guðjohnsen, sóknarmann danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby eiga það rækilega skilið að vera í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni EM 2024. Andri Lucas hefur farið með himinskautum í Danmörku upp á síðkastið. Fótbolti 4. október 2023 11:46
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti