EM í fótbolta 2024

EM í fótbolta 2024

Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“

    Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Portúgal heldur áfram að leika á als oddi

    Portúgal fer afar vel af stað í J-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í knattspyrnu karla. Portúgal vann sannfærandi 3-0 sigur á móti Bosníu Hersegóveníu í þriðju umferð undankeppninnar á Estadio da Luz í Lissabon í kvöld. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aron Einar meiddist í upphitun og verður ekki með

    Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar ekki leik dagsins við Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Hann var upprunalega skráður í byrjunarliðið en meiðsli gerðu vart við sig í upphitun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Noregur fer afleitlega af stað í undankeppninni

    Skotland er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í A-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í fótbolta karla en skoska liðið lagði Noreg, sem fer illa af stað í undankeppninni, að velli með tveömur mörkum gegn einu á Ullevaal í Osló í dag. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lúxemborg hafði sætaskipti við Ísland

    Lúx­em­borg skaust upp í þriðja sæti J-riðils­ í unankeppni EM 2024 í fótbolta karla með 2-0 sigri sínum gegn Liechten­stein í leik liðanna sem fram fór í Lúx­em­borg í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vonast til að hárið á Hamsik fái fólk á völlinn

    Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta vill ekki að Marek Hamsik og Milan Skrniar, tvær af skærustu stjörnum Slóvakíu, spili leikinn gegn Íslandi bara því þeir séu ekki í sínu besta standi. Hann segir þó að Hamsik geti trekkt fólk að.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arnór meiddur og ekki með

    Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi

    Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Íslenska landsliðið muni sækja mikið 17. júní

    „Ég er mjög beinskeittur sem þjálfari og vil fara fram völlinn á fljótan hátt. Skipulagið er mjög mikilvægt og það verður að vera til staðar. Á Laugardalsvelli þann 17. júní mun liðið sækja mikið,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari. 

    Fótbolti