Segir best fyrir alla hjá Spurs ef Conte hættir núna Antonio Conte ætti að yfirgefa Tottenham undir eins ef hann vill ekki vera áfram hjá félaginu. Þetta segir Chris Sutton, álitsgjafi hjá BBC. Enski boltinn 14. mars 2023 10:00
„Börnin farin að óttast að álögin séu komin á þau“ Kristján Haagensen hefur ekki beinlínis haft heppnina með sér þegar hann ferðast til Englands að sjá sína menn í Manchester United spila. Hann hefur nefnilega ekki enn séð þá skora eitt einasta mark. Enski boltinn 14. mars 2023 08:30
Segja að allt að ellefu leikmenn geti yfirgefið Chelsea í sumar Svo virðist sem allt að ellefu leikmenn gætu yfirgefið herbúðir Chelsea þegar félagsskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar. Fótbolti 13. mars 2023 18:15
Segir að tími sinn sem stjóri City verði dæmdur út frá Meistaradeildinni Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að tími sinn sem þjálfari liðsins verði dæmdur út frá því hvort liðinu takist að vinna Meistaradeild Evrópu undir hans stjórn. Fótbolti 13. mars 2023 17:30
Tapið skelfilega eini heili leikur Casemiro á tíu leikja tímabili Manchester United þarf að spjara sig án brasilíska miðjumannsins Casemiro í fjórum leikjum til viðbótar eftir að hann fékk sitt annað rauða spjald á rúmum mánuði í gær, í jafnteflinu við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 13. mars 2023 15:30
Gráti næst þegar hann sá strákinn sinn skora í beinni útsendingu Robbie Savage grét nánast úr gleði þegar hann sá að sonur sinn, Charlie, hefði skorað sitt fyrsta aðalliðsmark. Enski boltinn 13. mars 2023 12:30
BBC og Lineker náð saman og hann snýr aftur á skjáinn Gary Lineker og BBC hafa slíðrað sverðin og hann verður á sínum stað í Match of the Day um næstu helgi. Enski boltinn 13. mars 2023 10:42
Moyes segir að framherji West Ham sé ekki í nógu góðu formi David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, segir að ítalski framherjinn Gianluca Scamacca sé ekki í nógu góðu formi til að fá tækifæri með liðinu. Enski boltinn 13. mars 2023 09:30
Slökkva eldana á BBC: Viðræður ganga vel á milli Lineker og BBC Mál sjónvarpsmannsins Gary Lineker og ósætti hans við yfirmenn sína hjá BBC virðist vera að leysast eftir að allt sauð upp úr um helgina. Enski boltinn 13. mars 2023 08:42
Fyrrverandi leikmaður Liverpool búinn að missa 45 kg Neil Ruddock, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, hefur breytt um lífsstíl og misst tæplega fimmtíu kg. Enski boltinn 13. mars 2023 08:01
Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. Fótbolti 13. mars 2023 07:30
Almiron skaut Newcastle upp fyrir Liverpool Newcastle United vann 2-1 sigur á Wolverhampton Wanderers í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og lyfti liðið sér þar með upp í 5.sæti deildarinnar. Enski boltinn 12. mars 2023 18:34
Dagný lagði upp mark í fjórða tapi West Ham í röð Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham eru í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um þessar mundir. Fótbolti 12. mars 2023 17:07
West Ham úr fallsæti eftir jafntefli gegn Villa West Ham og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 12. mars 2023 16:07
Casemiro sá aftur rautt í markalausu jafntefli United gegn botnliðinu Manchester United og Southampton gerðu markalaust jafntefli í fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brasilíumaðurinn Casemiro fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. Enski boltinn 12. mars 2023 15:55
Stoðsendingasýning hjá Trossard í öruggum sigri toppliðsins Leandro Trossard lagði upp öll mörk Arsenal sem vann góðan 3-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal er því á nýjan leik komið með fimm marka forskot á Manchester City. Enski boltinn 12. mars 2023 15:54
Guardiola: Hann veit að hann fær færið og verður mættur Pep Guardiola hrósaði karakter Erling Haaland eftir sigur Manchester City á Crystal Palace í gær. Haaland skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Enski boltinn 12. mars 2023 07:00
Framkvæmdastjóri BBC biður áhorfendur afsökunar eftir erfiðan dag Framkvæmdastjóri BBC hefur beðið áhorfendur á Bretlandseyjum afsökunar eftir að mikil truflun varð á dagskrárliðum tengdum knattspyrnu í dag vegna ákvörðun stöðvarinnar að taka sjónvarspmanninn Gary Lineker af skjánum fyrir helgina. Enski boltinn 11. mars 2023 22:30
City setur pressu á Arsenal eftir torsóttan útisigur í London Manchester City setti pressu á Arsenal í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 útisigri á Crystal Palace í kvöld. Enski boltinn 11. mars 2023 19:26
Everton af fallsvæðinu og Chelsea fór létt með Leicester Það stefnir í æsispennandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 11. mars 2023 17:12
Jóhann Berg spilaði í rúman klukkutíma í enn einum sigrinum Burnley stefnir hraðbyri á sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann enn einn sigurinn í ensku Championship-deildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley. Fótbolti 11. mars 2023 17:11
Öruggt hjá Tottenham gegn Nottingham Forest Eftir erfitt gengi að undanförnu vann Tottenham öruggan heimasigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 11. mars 2023 16:55
Salah brenndi af vítaspyrnu þegar Liverpool tapaði fyrir nýliðunum Liverpool tókst alls ekki að fylgja eftir stórsigrinum á erkifjendunum í Man Utd þegar liðið heimsótti nýliða Bournemouth í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 11. mars 2023 14:22
Ákvörðun Firmino kom Klopp á óvart Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir ákvörðun brasilíska framherjans Firmino að yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar hafa komið sér á óvart. Enski boltinn 11. mars 2023 10:30
Conte svarar Richarlison Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, lét orð Richarlison sem vind um eyru þjóta er hann ræddi við blaðamenn fyrir leik helgarinnar. Enski boltinn 11. mars 2023 07:00
Lineker út í kuldann vegna ummæla á samfélagsmiðlum Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 10. mars 2023 19:01
Veðrið gæti sett strik í reikninginn á Englandi um helgina Mögulega þarf að fresta fjölmörgum knattspyrnuleikjum á Englandi um helgina, þar af nokkrum í úrvalsdeildinni, vegna veðurs. Enski boltinn 10. mars 2023 16:30
Rashford bestur og jafnaði met Salah Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, jafnaði met Liverpool-mannsins Mohamed Salah þegar hann var valinn besti leikmaður febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 10. mars 2023 15:01
Völdu stóra skellinn á Anfield vandræðalegasta tap undanfarinna ára Lesendur Vísis hafa sagt sína skoðun á sjö marka rassskelli Manchester United á Anfield Road í Liverpool. Enski boltinn 10. mars 2023 13:00
Arsenal enn á ný í vandræðum eftir fagnaðarlætin um síðustu helgi Arsenal gæti fengið á sig fjórðu ákæru tímabilsins frá enska knattspyrnusambandinu en verið er að skoða hvað gekk á undir lokin þegar Arsenal menn skoruðu dramatískt sigurmakrið á móti Bournemouth. Enski boltinn 9. mars 2023 13:00