Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Conte snýr ekki aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð fullum bata

    Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag. Hann verður frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð úr honum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jói Berg og félagar björguðu stigi í uppbótartíma

    Jóhann Breg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stiginu er liðið tók á móti Watford í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1, en heimamenn jöfnuðu metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Liverpool á árinu kom í borgarslagnum

    Eftir að hafa byrjað árið á þremur töpum og einu jafntefli náði Liverpool loksins í þrjú stig er liðið tók á móti Everton í Bítlaborgarslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Cody Gakpo skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sjálfsblekking Arsenal-manna

    Nokkur hópur stuðningsmanna Arsenal virðist lifa í ákveðinni sjálfsblekkingu varðandi ímynd félagsins. Það endurspeglaðist vel á leik liðsins við Brentford um helgina en þar tapaði liðið stigum aðra helgina í röð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leicester valtaði yfir Tottenham

    Leicester City vann afar sannfærandi 4-1 sigur þegar liðið fékk Tottenham Hotspur í heimsókn á King Power-leikvanginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 

    Enski boltinn